„Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29