„Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29