Uppgjör: Hamilton ósnertanlegur í Ungverjalandi Bragi Þórðarson skrifar 30. júlí 2018 20:30 Hamilton fagnaði sigri í gær Vísir/Getty Lewis Hamilton stóð uppi sem öruggur sigurvegari í ungverska kappakstrinum um helgina. Hamilton fer því sáttur í sumarfrí með 24 stiga forskot á Sebastian Vettel í keppni ökuþóra. Á fyrstu æfingum var greinilegt að Ferrari bílarnir voru hraðari en bílar Mercedes. Þær uppfærslur sem ítalska liðið gerði á bílum sínum fyrir Silverstone kappaksturinn hafa greinilega skilað árangri og er liðið nú sennilega með hraðasta bílinn. Rétt eins og í þýska kappakstrinum fyrir viku síðan voru veðurguðirnir hins vegar ekki með Ferrari. Í tímatökunum á laugardaginn byrjaði að rigna og nýtti Lewis Hamilton sér það og náði ráspól. Þar á eftir kom liðsfélagi hans, Valtteri Bottas en Vettel varð að sætta sig við fjórða sætið á ráslínu.Ferrarimennirnir tveir deildu verðlaunapallinum með Hamiltonvísir/gettyEkkert öruggt í Formúlu 1 Þrátt fyrir að hafa ræst fyrstur átti Hamilton sigurinn þó ekki vísann. Í síðustu þrettán keppnum sem haldnar hafa verið í Ungverjalandi hefur sá ökuþór sem var á ráspól aðeins unnið fimm sinnum. Bretanum var það sennilega líka minnistætt að hann glutraði niður fyrsta sætinu strax í ræsingu á heimavelli sínum fyrir þremur vikum. Engin slík vandræði komu upp hjá Hamilton í ræsingunni í gær og var Bretinn kominn með örugga forystu þegar kom að fyrstu þjónustuhléum. Sebastian Vettel komst fram úr liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen, strax á fyrsta hring en Valtteri Bottas reyndist algjör vegatálmi fyrir Vettel. Kimi var þá orðinn fjórði en Finninn hefur ekki grætt sæti á fyrsta hring kappaksturs í tæp tvö ár.Ferrari gerði endurtekin mistök á þjónustusvæðum í Ungverjalandivísir/gettyÚrslit réðust inn á þjónustusvæðinu Raikkonen fór snemma inn á þjónustusvæðið í sín fyrstu dekkjaskipti til þess að snúa upp á hönd Mercedes og þvinga þá til að gera það sama fyrir Bottas. Þegar Bottas fór inn í dekkjaskipti komst Vettel fram úr honum og náði að byggja upp 23 sekúndna forskot á Mercedesmanninn. Þjóðverjinn fór inn á þjónustusvæðið 24 hringjum á eftir Bottas. Áætlun Ferrari virtist ælta að ganga upp því 21 sekúndu tekur að fara inn á þjónustusvæðið og átti Vettel því að geta farið inn og skipt um dekk án þess að missa Bottas aftur fram fyrir sig. Dekkjaskiptin gengu þó erfiðlega fyrir sig og var Þjóðverjinn alls 4,5 sekúndur stopp á meðan að Bottas var aðeins rétt rúmar tvær. Því þurfti Vettel að sætta sig við að vera enn og aftur fastur fyrir aftan Mercedes bíl Bottas.Sigur Hamilton var aldrei í hættuvísir/gettyDrama á lokahringjunum Eins og oft áður gekk erfiðlega fyrir Vettel að taka fram úr Bottas. Ferrarimaðurinn hafði þó fengið nóg af afturvæng Mercedes bílsins á hring 65 af 70 og reyndi framúrakstur. Ekki gekk það alveg nógu vel og skullu þeir saman með þeim afleiðingum að framvængur Bottas skemmdist. Vettel var gríðarlega heppinn að sleppa með engar skemmdir og var það kraftaverki líkast að loft hélst í vinstra afturdekki Ferrari bílsins eftir áreksturinn. Bottas átti enga möguleika á að berjast um annað sætið við Vettel eftir þetta og tapaði hann bæði þriðja og fjórða sætinu vegna brotins framvængs. Lewis Hamilton var hinsvegar algjörlega ósnertanlegur í kappakstrinum í gær. Hann leiddi alla hringina nema þá 14 sem Vettel var lengur úti á brautinni en hann. Þetta var sjötti sigur Hamiltons á brautinni og hefur hann leitt samtals 400 hringi í Ungverjalandi. Engum ökuþór hefur tekist að leiða eins marga hringi á sömu braut. Vandræði Red Bull héldu áfram í Ungverjalandi og Max Verstappen varð frá að hverfa. Þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem bíll frá liðinu stoppar vegna bilunar. Verstappen blótaði vélarframleiðanda liðsins, Renault, í sand og ösku í talstöðinni til liðsins þegar bilunin kom upp. Úrslit helgarinnar þýða það að Hamilton er efstur í keppni ökumanna með 24 stiga forskot á Vettel, en 25 stig fást fyrir fyrsta sætið. Í keppni bílasmiða jók Mercedes forskot sitt á Ferrari um tvo stig og er bilið því 10 stig á liðunum. Nú fer Formúlan í fjögurra vikna sumarfrí og fer næsti kappakstur fram á Spa brautinni í Belgíu síðustu helgina í ágúst. Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem öruggur sigurvegari í ungverska kappakstrinum um helgina. Hamilton fer því sáttur í sumarfrí með 24 stiga forskot á Sebastian Vettel í keppni ökuþóra. Á fyrstu æfingum var greinilegt að Ferrari bílarnir voru hraðari en bílar Mercedes. Þær uppfærslur sem ítalska liðið gerði á bílum sínum fyrir Silverstone kappaksturinn hafa greinilega skilað árangri og er liðið nú sennilega með hraðasta bílinn. Rétt eins og í þýska kappakstrinum fyrir viku síðan voru veðurguðirnir hins vegar ekki með Ferrari. Í tímatökunum á laugardaginn byrjaði að rigna og nýtti Lewis Hamilton sér það og náði ráspól. Þar á eftir kom liðsfélagi hans, Valtteri Bottas en Vettel varð að sætta sig við fjórða sætið á ráslínu.Ferrarimennirnir tveir deildu verðlaunapallinum með Hamiltonvísir/gettyEkkert öruggt í Formúlu 1 Þrátt fyrir að hafa ræst fyrstur átti Hamilton sigurinn þó ekki vísann. Í síðustu þrettán keppnum sem haldnar hafa verið í Ungverjalandi hefur sá ökuþór sem var á ráspól aðeins unnið fimm sinnum. Bretanum var það sennilega líka minnistætt að hann glutraði niður fyrsta sætinu strax í ræsingu á heimavelli sínum fyrir þremur vikum. Engin slík vandræði komu upp hjá Hamilton í ræsingunni í gær og var Bretinn kominn með örugga forystu þegar kom að fyrstu þjónustuhléum. Sebastian Vettel komst fram úr liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen, strax á fyrsta hring en Valtteri Bottas reyndist algjör vegatálmi fyrir Vettel. Kimi var þá orðinn fjórði en Finninn hefur ekki grætt sæti á fyrsta hring kappaksturs í tæp tvö ár.Ferrari gerði endurtekin mistök á þjónustusvæðum í Ungverjalandivísir/gettyÚrslit réðust inn á þjónustusvæðinu Raikkonen fór snemma inn á þjónustusvæðið í sín fyrstu dekkjaskipti til þess að snúa upp á hönd Mercedes og þvinga þá til að gera það sama fyrir Bottas. Þegar Bottas fór inn í dekkjaskipti komst Vettel fram úr honum og náði að byggja upp 23 sekúndna forskot á Mercedesmanninn. Þjóðverjinn fór inn á þjónustusvæðið 24 hringjum á eftir Bottas. Áætlun Ferrari virtist ælta að ganga upp því 21 sekúndu tekur að fara inn á þjónustusvæðið og átti Vettel því að geta farið inn og skipt um dekk án þess að missa Bottas aftur fram fyrir sig. Dekkjaskiptin gengu þó erfiðlega fyrir sig og var Þjóðverjinn alls 4,5 sekúndur stopp á meðan að Bottas var aðeins rétt rúmar tvær. Því þurfti Vettel að sætta sig við að vera enn og aftur fastur fyrir aftan Mercedes bíl Bottas.Sigur Hamilton var aldrei í hættuvísir/gettyDrama á lokahringjunum Eins og oft áður gekk erfiðlega fyrir Vettel að taka fram úr Bottas. Ferrarimaðurinn hafði þó fengið nóg af afturvæng Mercedes bílsins á hring 65 af 70 og reyndi framúrakstur. Ekki gekk það alveg nógu vel og skullu þeir saman með þeim afleiðingum að framvængur Bottas skemmdist. Vettel var gríðarlega heppinn að sleppa með engar skemmdir og var það kraftaverki líkast að loft hélst í vinstra afturdekki Ferrari bílsins eftir áreksturinn. Bottas átti enga möguleika á að berjast um annað sætið við Vettel eftir þetta og tapaði hann bæði þriðja og fjórða sætinu vegna brotins framvængs. Lewis Hamilton var hinsvegar algjörlega ósnertanlegur í kappakstrinum í gær. Hann leiddi alla hringina nema þá 14 sem Vettel var lengur úti á brautinni en hann. Þetta var sjötti sigur Hamiltons á brautinni og hefur hann leitt samtals 400 hringi í Ungverjalandi. Engum ökuþór hefur tekist að leiða eins marga hringi á sömu braut. Vandræði Red Bull héldu áfram í Ungverjalandi og Max Verstappen varð frá að hverfa. Þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem bíll frá liðinu stoppar vegna bilunar. Verstappen blótaði vélarframleiðanda liðsins, Renault, í sand og ösku í talstöðinni til liðsins þegar bilunin kom upp. Úrslit helgarinnar þýða það að Hamilton er efstur í keppni ökumanna með 24 stiga forskot á Vettel, en 25 stig fást fyrir fyrsta sætið. Í keppni bílasmiða jók Mercedes forskot sitt á Ferrari um tvo stig og er bilið því 10 stig á liðunum. Nú fer Formúlan í fjögurra vikna sumarfrí og fer næsti kappakstur fram á Spa brautinni í Belgíu síðustu helgina í ágúst.
Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira