Vopnaðir skrúfjárni og hamri: Í gæsluvarðhald vegna ráns í verslun í Breiðholti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 15:42 Landsréttur hefur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni, sem ásamt meintum samverkamanni, er grunaður um að hafa framið rán í verslun í Breiðholti. Vísir/ernir Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um, ásamt meintum samverkamanni, að hafa framið rán í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan ellefu þann 4. ágúst. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til allt að 31. ágúst. Sjá nánar: Rán í verslun í Breiðholti Í úrskurðinum segir að hinn kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa orðið uppvís að ráni og með því brotið gegn 252. gr. almennra hegningarlaga. Rétt er að halda því til haga að aðeins annar úrskurður af tveimur er kominn á vef Landsréttar. Í rökstuðningi með úrskurðinum segir að nú þegar liggi fyrir nokkuð afdráttarlaus sönnunargögn um aðild kærða að brotinu og þá liggur jafnframt fyrir játning hans. Samkvæmt vitnum komu aðilarnir inn í verslunina í klæddir hettupeysum og með sólgleraugu. Þá hafi þeir verið vopnaðir skrúfjárni og hamri og ógnað starfsmanni verslunarinnar og heimtað peninga úr sjóðsvél. Þeir hafi þá reynt að brjóta upp peningaskúffu sjóðsvélarinnar án árangurs og var starfsmaður tilneyddur til að opna hana fyrir mennina. Vitni greina frá því að þeir hafi tekið peningaseðla úr kassanum en ekki er vitað hversu há upphæðin var. Þá hlupu þeir úr versluninni og fóru brott á bifreið. Öryggismyndavélar styðja við frásagnir vitna. Að svo stöddu er ekki hægt að slá föstu hlut hvors um sig en flest bendir til þess að mennirnir hafi tekið jafn mikinn þátt í ráninu að því fram kemur í úrskurði Landsréttar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Rán í verslun í Breiðholti Tveir menn komu inn í verslunina, ógnuðu starfsfólki og rændu peningum og fleiru. Að því loknu fóru þeir burt í bifreið sem var síðar stöðvuð á Suðurnesjum. 5. ágúst 2018 07:22