Fallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:00 Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun