Meta þarf flóðahættu eftir hvert hlaup í framtíðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2018 19:30 Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06
Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30
Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48
Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent