„Ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 12:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu hleypur fyrir gigtveik börn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Vilhelm Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með liðagigt í lok síðasta árs aðeins 23 ára gömul og var það mikið áfall. Í fyrstu óttaðist hún að fótboltaferillinn væri í húfi en lét þó ekkert stoppa sig og stundar íþróttina enn af fullum krafti. Sigríður Lára tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og safnar áheitum fyrir Styrktarsjóð gigtveikra barna. „Ég var með öll einkennin og læknirinn sá alveg strax hvað þetta var,“ segir Sigríður Lára um greininguna í samtali við Vísi. „Bólgnir fingur, ég fékk stundum í mjaðmirnar þannig að ég gat ekki labbað og það var svo farið að dreifast um líkamann.“ Sigríður Lára segir að í köstunum hafi hún verið hætt að geta hreyft sig. „Ég er náttúrulega í fótbolta þannig að það var mjög erfitt.“ Hún vann bikarmeistaratitil með ÍBV á síðasta ári, var valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2017 og stóð sig líka ótrúlega vel með landsliðinu. Veikindin komu svo eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sigríður Lára segir að greiningin hafi verið áfall, sérstaklega þar sem hún vissi lítið um sjúkdóminn. „Ég hugsaði: „Get ég einhvern tímann spilað aftur fótbolta?“ Það voru margar hugsanir sem fóru í gegnum hugann.“Missti af landsleikjum Hún þurfti að taka sér stutt hlé frá fótboltanum eftir greininguna sem var henni ekki auðvelt. „Ég þurfti að taka hlé þegar ég greindist og var að byrja á lyfjunum. Þá þurfti ég að hvíla aðeins frá bolta og missti af tveimur landsliðsverkefnum. Það var mjög leiðinlegt og erfitt. Maður þarf bara að vera jákvæður. Þetta klárlega styrkir mann að ganga í gegnum svona mótlæti.“ Sigríði Láru gengur vel í dag og nær að halda einkennum liðagigtarinnar niðri með lyfjagjöf. „Ég fór svo mjög fljótlega á líftæknilyf svo ég fer í lyfjagjöf á átta vikna fresti og tek önnur lyf með. Þetta heldur þessu alveg niðri og ég get spilað og æft og er bara einkennalaus eins og er. Það er ótrúlega gott að geta gert það sem maður elskar og spilað fótbolta. Svo er búið að vera nóg að gera í sumar svo það er bara gaman.“Sigríður Lára tekst á við veikindin með jákvæðnina að vopni.Úr einkasafniLætur ekkert stoppa sig Sennilega mun Sigríður Lára þurfa að fara í þessa lyfjagjöf út ævina. Hún fær lyfin í æð og tekur hver lyfjagjöf tvær til þrjár klukkustundir. Hún ákvað að safna fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna og vekja í leiðinni athygli á sjúkdómnum. „Það vita ekki allir hvað þetta er. Ég vissi það sjálf ekki. Fólk kannast ekki alveg við þetta þannig að ég vildi endilega fá að taka þátt og safna einhverri upphæð.“ Þegar Sigríður Lára greindist vissi hún ekki að börn og ungt fólk gætu fengið gigt. „Ég hugsaði með mér: „ég hélt að bara eldra fólk fengi gigt.“ Maður er hraustur og hefur alltaf verið í íþróttum og ég hugsa vel um mig þannig að þetta kom svona sem sjokk fyrir mig og fólkið í kringum mig, þetta kom öllum á óvart.“ Hún segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi hjálpað henni að takast á við þessi veikindi. „Ég er líka ótrúlega metnaðarfull og ef ég ætla mér að gera eitthvað þá geri ég það.“ Sigríður Lára horfir bjartsýn til framtíðarinnar. „Það mun ekkert stoppa mig.“Hægt er að heita á Sigríði Láru á síðunni Hlaupastyrkur.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent