Trump hefur í hótunum en segist vilja „HEIMSFRIГ Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2018 10:56 Digurbarkalegar yfirlýsingar Trump um Íran eru mjög í anda þeirra sem hann hefur áður látið frá sér fara. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði að hætta viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Íran á Twitter í dag. Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran tóku í gildi í nótt. Trump segist fara fram á „HEIMSFRIГ. Refsiaðgerðirnar tóku aftur gildi í kjölfar þess að Trump ákvað að segja Bandaríkin úr kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 fyrr á þessu ári. Enn harðari aðgerðir sem beinast gegn olíuútflutningi Írana taka gildi í nóvember að óbreyttu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hótanir Trump gætu aukið enn á spennuna í samskiptum Bandaríkjanna við hefðbundnar bandalagsþjóðir í Evrópu. Evrópusambandið hefur sagst ætla að halda tryggð við kjarnorkusamninginn og verja fyrirtæki sem eiga í lögmætum viðskiptum við Íran. „Hver sem á í viðskiptum við Íran mun EKKI eiga í viðskiptum við Bandaríkin,“ tísti Trump í morgun en hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum. Hann hefur nýtt tímann til að fara mikinn á uppáhaldssamfélagsmiðli sínum um hin ýmsu málefni. Sagði hann að refsiaðgerðirnar gegn Írönum nú yrðu þær ströngustu sem nokkru sinni hefðu verið lagðar á. „Ég fer fram á HEIMSFRIÐ, hvorki meira né minna!“ hrópaði forsetinn á Twitter.The Iran sanctions have officially been cast. These are the most biting sanctions ever imposed, and in November they ratchet up to yet another level. Anyone doing business with Iran will NOT be doing business with the United States. I am asking for WORLD PEACE, nothing less!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 7, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði að hætta viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Íran á Twitter í dag. Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran tóku í gildi í nótt. Trump segist fara fram á „HEIMSFRIГ. Refsiaðgerðirnar tóku aftur gildi í kjölfar þess að Trump ákvað að segja Bandaríkin úr kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 fyrr á þessu ári. Enn harðari aðgerðir sem beinast gegn olíuútflutningi Írana taka gildi í nóvember að óbreyttu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hótanir Trump gætu aukið enn á spennuna í samskiptum Bandaríkjanna við hefðbundnar bandalagsþjóðir í Evrópu. Evrópusambandið hefur sagst ætla að halda tryggð við kjarnorkusamninginn og verja fyrirtæki sem eiga í lögmætum viðskiptum við Íran. „Hver sem á í viðskiptum við Íran mun EKKI eiga í viðskiptum við Bandaríkin,“ tísti Trump í morgun en hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum. Hann hefur nýtt tímann til að fara mikinn á uppáhaldssamfélagsmiðli sínum um hin ýmsu málefni. Sagði hann að refsiaðgerðirnar gegn Írönum nú yrðu þær ströngustu sem nokkru sinni hefðu verið lagðar á. „Ég fer fram á HEIMSFRIÐ, hvorki meira né minna!“ hrópaði forsetinn á Twitter.The Iran sanctions have officially been cast. These are the most biting sanctions ever imposed, and in November they ratchet up to yet another level. Anyone doing business with Iran will NOT be doing business with the United States. I am asking for WORLD PEACE, nothing less!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 7, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44