Melania og Ivanka ósammála forsetanum Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2018 19:34 Ivanka Trump og Melania Trump eru ekki alltaf sammála því sem Bandaríkjaforseti segir. Vísir/EPA Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær. Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Tíst Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um gáfnafar körfuboltagoðsagnarinnar LeBron James, hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim. Viðbrögð forsetafrúarinnar Melaniu Trump voru af allt öðrum toga en gagnrýni forsetans. James ræddi síðastliðinn föstudag við þáttastjórnandann Don Lemon á CNN, þar hélt hann áfram að gagnrýna forsetans og sagðist ekki vera viljugur að ræða við hann ef tækifæri myndi gefast. James hefur áður verið harðorður í garð forsetans. James sagði í september 2017 að hefðbundin heimsókn NBA meistara í Hvíta Húsið hefði verið mikill heiður áður en að Trump tók við embættinu, einnig kallaði James forsetann ónytjung. U bum @StephenCurry30 already said he ain't going! So therefore ain't no invite. Going to White House was a great honor until you showed up!— LeBron James (@KingJames) September 23, 2017 Trump brást við gagnrýninni sem kom fram í þættinum í tísti þar sem hann sagði að James hefði verið tekinn í viðtal af heimskasta manninum í sjónvarpi sem hefði látið James líta út fyrir að vera klár sem væri ekki auðvelt að gera. Einnig bætti hann við að hann kynni betur við Michael Jordan.Sjá: Trump gerir lítið úr LeBron JamesLebron James was just interviewed by the dumbest man on television, Don Lemon. He made Lebron look smart, which isn't easy to do. I like Mike!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2018 Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu í kjölfar deilunnar þar sem hún hrósaði LeBron James fyrir vinnu sína til að bæta líf ungu kynslóðarinnar og hvatti hann til dáða en hún er mikil baráttukona fyrir réttindum barna. Einnig sagðist Melania vera viljug til að heimsækja I Promise skólann sem James hefur opnað í heimabæ sínum Akron í Ohio fylki.Sjá: Melania Trump segir LeBron gera góða hlutiIvanka og Melania Trump ósammála forsetanum. Viðbrögð Melaniu í þessu máli er ekki fyrsta skiptið sem konurnar í lífi Trump virðast vera ósammála forsetanum. Yfirlýsingar forsetans um fjölmiðla vestanhafs, þar sem hann segir til dæmis að fjölmiðlar séu óvinir fólksins, hafa verið umdeildar og dóttir Trump, Ivanka hefur gefið út yfirlýsingar þar sem hún segist ósammála föður sínum. Það gerði einnig ráðgjafi forsetans Kellyanne Conway, þrátt fyrir tilraunir þeirra til skaðaminnkunar fyrir forsetann hélt hann áfram að gagnrýna fjölmiðla.Fjölmiðlar vestanhafs telja að yfirlýsingar á borð við þessar frá Melaniu Trump, forsetafrú og Ivönku Trump, séu til þess fallnar að höfða til kvenkyns kjósenda sem hafa hóflegri skoðanir heldur en forsetinn.CNN gagnrýnir þó forsetafrúnna, Ivönku Trump og Kellyanne Conway fyrir að gera ekki nógu mikið til að stilla skoðunum forsetans í hóf. CNN segir þær frekar reyna að draga úr yfirlýsingum forsetans sem kynnu að skaða embættið heldur en að koma í veg fyrir þær.
Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira