Reyna að búa til einstefnu um þjóðveginn í Eldhrauni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 15:00 Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. Mynd er úr Eldhrauni fyrr í dag. Mynd/Ágúst freyr bjartmarsson Unnið er að opnun annarrar akreinar á þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi um Eldhraun, sem lokað var fyrir hádegi í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi. Heilmikið vatn flæðir enn yfir veginn og vonast viðbragðsaðilar til þess að ekki þurfi að rjúfa hann. „Það hefur ekkert aukist, það eru góðu fréttirnar fyrir okkur, en það lækkar hægt og við erum að veita vatninu meðfram veginum og höfum náð svolítið góðum streng,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík í Mýrdal. Sjá einnig: Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Hann segir að á næsta klukkutímanum verði líklega útséð um það hvort hægt verði að hleypa umferð um aðra akrein vegarins. „Þá getum við búið til einstefnu, það horfir í það. Næsta hálftímann eða klukkutímann munum við láta vita um framhaldið.“ Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. „Ég vona innilega ekki. Það yrði stór aðgerð og það er ljósleiðari og sími þarna undir. Síðan er vatnið að renna svo mikið að vegurinn gæti þá verið lokaður í tvo til þrjá daga.“ Að sögn Ágústs eru þrír starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum við veginn. Þá eru lögreglumenn einnig á vettvangi og hópur frá björgunarsveitunum aðstoðar við lokanir á svæðinu. Ágúst segir að vel gangi að beina umferð um Meðallandsveg, þó að vegurinn sé lélegur og umferð nokkuð þung. „Þetta er gamall og þreyttur vegur. Hann er venjulega lítið ekinn, mjög fáfarinn vegur og mæðir mikið á, við breytum því ekki hratt.“ Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Unnið er að opnun annarrar akreinar á þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi um Eldhraun, sem lokað var fyrir hádegi í dag vegna vatns úr Skaftárhlaupi. Heilmikið vatn flæðir enn yfir veginn og vonast viðbragðsaðilar til þess að ekki þurfi að rjúfa hann. „Það hefur ekkert aukist, það eru góðu fréttirnar fyrir okkur, en það lækkar hægt og við erum að veita vatninu meðfram veginum og höfum náð svolítið góðum streng,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Vík í Mýrdal. Sjá einnig: Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Hann segir að á næsta klukkutímanum verði líklega útséð um það hvort hægt verði að hleypa umferð um aðra akrein vegarins. „Þá getum við búið til einstefnu, það horfir í það. Næsta hálftímann eða klukkutímann munum við láta vita um framhaldið.“ Aðspurður vonast Ágúst til þess að ekki þurfi að rjúfa veginn til að veita vatni í gegnum hann. „Ég vona innilega ekki. Það yrði stór aðgerð og það er ljósleiðari og sími þarna undir. Síðan er vatnið að renna svo mikið að vegurinn gæti þá verið lokaður í tvo til þrjá daga.“ Að sögn Ágústs eru þrír starfsmenn Vegagerðarinnar að störfum við veginn. Þá eru lögreglumenn einnig á vettvangi og hópur frá björgunarsveitunum aðstoðar við lokanir á svæðinu. Ágúst segir að vel gangi að beina umferð um Meðallandsveg, þó að vegurinn sé lélegur og umferð nokkuð þung. „Þetta er gamall og þreyttur vegur. Hann er venjulega lítið ekinn, mjög fáfarinn vegur og mæðir mikið á, við breytum því ekki hratt.“
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00
Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37
Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02