Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 13:25 Hlaupið í Skaftá hefur haft mikil áhrif á ferðamenn á svæðinu. Rýma þurfti Hólaskjól eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Vísir/Einar Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum. Hlaup í Skaftá Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira