Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2018 11:19 Bæjarráð Árborgar skrifaði undir ráðningarsamning við Gísla Halldór, nýjan bæjarstjóra á fundi sínum í gær. Á myndinni eru frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður. Mynd/Sveitarfélagið Árborg Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. Það vekur athygli að launin lækka umtalsvert miðað við þau laun sem fyrrverandi bæjarstjóri hafði, Ásta Stefánsdóttir. „Já, lækkunin nemur 130.000 krónum á mánuði eða um 1.560.000 krónur á ári, auk þess sem annað fyrirkomulag verður á akstursgreiðslum sem ég tel að kosti sveitarfélagið minna en fyrra fyrirkomulag, en það verður að koma í ljós á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að við teljum að laun bæjarstjóra almennt séu orðin óþarflega mikil, þó er nauðsynlegt að leitast við að vera samkeppnishæf,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs.1,5 milljón á mánuði Föst heildarlaun Gísla á mánuði verða 1.500.000 krónur. Ekki er greidd sérstök yfirvinna ef bæjarstjórinn þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna. Akstur er greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Sveitarfélagið útvegar Gísla farsíma vegna starfa sinna og greiðir mánaðarlega samkvæmt reikningi fyrir GSM símareikning og heimasíma. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir háhraða internettengingu (ADSL) heim til bæjarstjórans og kemur upp VPN tengingu. Árborg útvegar Gísla líka fartölvu til afnota vegna starfa sinna. Ráðningarsamningurinn gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. Það vekur athygli að launin lækka umtalsvert miðað við þau laun sem fyrrverandi bæjarstjóri hafði, Ásta Stefánsdóttir. „Já, lækkunin nemur 130.000 krónum á mánuði eða um 1.560.000 krónur á ári, auk þess sem annað fyrirkomulag verður á akstursgreiðslum sem ég tel að kosti sveitarfélagið minna en fyrra fyrirkomulag, en það verður að koma í ljós á næstu mánuðum. Ástæðan fyrir þessari lækkun er sú að við teljum að laun bæjarstjóra almennt séu orðin óþarflega mikil, þó er nauðsynlegt að leitast við að vera samkeppnishæf,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs.1,5 milljón á mánuði Föst heildarlaun Gísla á mánuði verða 1.500.000 krónur. Ekki er greidd sérstök yfirvinna ef bæjarstjórinn þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna. Akstur er greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Sveitarfélagið útvegar Gísla farsíma vegna starfa sinna og greiðir mánaðarlega samkvæmt reikningi fyrir GSM símareikning og heimasíma. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir háhraða internettengingu (ADSL) heim til bæjarstjórans og kemur upp VPN tengingu. Árborg útvegar Gísla líka fartölvu til afnota vegna starfa sinna. Ráðningarsamningurinn gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32