Rússar sagðir reyna áfram að grafa undan kosningum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2018 21:29 Dan Coats (f.m.) ásamt Christopher Wray, forstjóra FBI, (t.v.) og Paul Nakasone, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA (t.h.). Vísir/EPA Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Tvær um borð þegar eldur kviknaði í tvinnbíl Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Yfirmenn þjóðaröryggismála í Bandaríkjunum saka rússnesk stjórnvöld um að halda áfram að reyna að grafa undan kosningum þar í landi. Gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til þess að tryggja öryggi þingkosninga sem fara fram í haust. Dan Coats, leyniþjónustustjóri Bandaríkjanna, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta voru á meðal háttsettra embættismanna sem sögðu fréttamönnum í Hvíta húsinu í dag að líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016 standi Rússar nú í leynilegum aðgerðum til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. „Hvað varðar afskipti Rússa af þingkosningunum höldum við áfram að sjá gegnsýrandi áróðursherferð af hálfu Rússlands til þess að veikja og sundra Bandaríkjunum,“ fullyrti Coats, að sögn Washington Post. Ógnin væri raunveruleg og bandarísk yfirvöld gerðu nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja traust bandarísku þjóðarinnar á kosningunum. Fleiri þjóðir gætu einnig reynt að skipta sér af kosningunum í haust.Afdráttarlausari en forsetinn Aðgerðir Rússa eru sagðar beinast að tilraunum til að draga úr kjörsókn, veita fé ólöglega inn í kosningabaráttuna, tölvuárásum á kosningakerfi ríkja og tölvuinnbrot hjá stjórnmálamönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skilaboð þjóðaröryggisleiðtogana voru umtalsvert skýrari varðandi afskipti Rússa en Trump forseti hefur sjálfur verið tilbúinn að senda frá sér. Hann hefur ítrekað efast um niðurstöðu leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna um að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari fyrir tveimur árum. Á leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki í Finnlandi fyrir þremur vikum sagði Trump meðal annars að hann sæi enga ástæðu fyrir því að Rússar hefðu viljað hafa áhrif á kosningarnar og sagði að Pútín hefði eindregið neitað sök. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda fyrir kosningarnar árið 2016. Trump hefur hafnað því alfarið og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir Rússar hafa verið ákæðrir í tengslum við rannsóknina fyrir að hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur og skapa sundrungu á meðal þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Tvær um borð þegar eldur kviknaði í tvinnbíl Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03