Fundi sérfræðinga lokið: Fyrsta vatnið undan Skaftárjökli rennur fram eftir rúman sólarhring Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 15:18 Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015 en þá hljóp úr eystari Skaftárkatli. vísir/vilhelm Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir Hlaup í Skaftá Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir
Hlaup í Skaftá Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira