Fundi sérfræðinga lokið: Fyrsta vatnið undan Skaftárjökli rennur fram eftir rúman sólarhring Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2018 15:18 Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015 en þá hljóp úr eystari Skaftárkatli. vísir/vilhelm Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir Hlaup í Skaftá Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast við að fyrsta vatnið úr Skaftárhlaupi komi hugsanlega fram eftir rúman sólarhring. Náttúruvársérfræðingar hittust á fundi á Veðurstofu Íslands til að fara yfir gögn en GPS mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hefur sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, ræddi við Vísi eftir að fundinum var lokið en þar fóru sérfræðingarnir yfir gögn sem þeir báru saman við fyrri hlaup. Samkvæmt þeirri yfirferð er Skaftárhlaup í undirbúningi í eystri Skaftárkatli. Fyrsta vatnið kemur hugsanlega fram eftir rúman sólarhring undan Skaftárjökli. Kristín tekur fram að það sé mjög mikilvægt að ferðamenn á svæðinu séu meðvitaðir um varhugaverða gasmengun sem mun fylgja hlaupinu. Frekar lygnt er á svæðinu og þá getur gasmengunin verið sérstaklega sterk við upptökin og við Skaftá. Hún segir ómögulegt að svo stöddu að segja til um hversu stórt hlaupið verður en segir þó að það verði væntanlega minna en árið 2015. Þó sé búist við sæmilega stóru hlaupi og mjög líklegt að það þurfi að gæta að vegum og öðrum mannvirkjum. Kristín segir sérfræðingana vakta mæla sem eru á svæðinu og munu sjá mjög greinilega þegar hlaupvatnið rennur fram. Sérfræðingar Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupið verði þrír fjórðu af stærð hlaupsins sem varð árið 2015 en það var stærsta hlaup frá upphafi mælinga. Þá kom einnig fram að líkur eru á að hlaupið nái hámarki á sunnudag og að jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir
Hlaup í Skaftá Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira