Mamma Mia myndum skákað af Titanic einni Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Andy Garcia og Cher á heimsfrumsýningu nýju myndarinnar. Vísir/epa Mamma Mia æði þjóðarinnar virðist engan enda ætla að taka. Þannig hafa um 42 þúsund manns séð framhaldsmyndina Mamma Mia! Here we go again. Myndin var frumsýnd þann 18. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðsóknartölur eiga eftir að aukast enn frekar. Að sögn Söndru Bjarkar Magnúsdóttur, markaðsstjóra hjá Myndformi sem er dreifingaraðili myndarinnar á Íslandi, er hún komin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins. Aðeins Avengers: Infinity War með 57 þúsund gesti og Incredibles 2 með 48 þúsund eru fyrir ofan það sem af er ári. „Við erum afar ánægð með þessa góðu byrjun og við væntum þess að myndin haldi áfram að gera mjög vel. Við erum bjartsýn á að hún nái sömu hæðum og fyrri myndin,“ segir Sandra. Hún bendir þó á að aðsóknin á framhaldsmyndina hafi verið meiri en á fyrri myndina fyrstu helgina sem þær hafi verið í sýningum. Þegar 30 þúsund manns höfðu séð fyrri myndina, höfðu á sama tíma 36 þúsund séð framhaldsmyndina. Alls sáu 119 þúsund manns fyrri myndina sem hét einfaldlega Mamma Mia!. Hún var frumsýnd sumarið 2008. Er hún að sögn Söndru önnur aðsóknarmesta myndin frá upphafi hérlendis og sú þriðja tekjuhæsta. Það er aðeins Titanic frá 1997 sem fleiri hafa séð í íslenskum kvikmyndahúsum. Sjálf segist Sandra afar ánægð með nýju myndina.„Þetta er hugljúf saga og yndisleg mynd. Hún heldur alveg sama fíling og fyrri myndin. Maður er oft hræddur um svona framhaldsmyndir en það var ástæðulaust í þessu tilviki.“ Hún segist þekkja mörg dæmi þess að fólk hafi séð fyrri myndina oft, jafnvel fjórum sinnum. „Ég er farin að heyra af því með þessa mynd að sumir eru byrjaðir að fara aftur. Svo heyrir maður af heilu konuhópunum og saumaklúbbunum sem fjölmenna. Stundum fá karlarnir að laumast með.“ Líkt og gert var með fyrri myndina stendur til að halda sérstakar sing-a-long sýningar þar sem gestir eru hvattir til að syngja með ABBA-lögunum sem eru ófá í myndinni. „Það styttist í það og við byrjum væntanlega síðar í ágúst. Eins og síðast munum við gera þetta í samstarfi við Guðbjörgu Ósk, þerapista og jógakennara.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Rappar um vímu Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Sjá meira
Mamma Mia æði þjóðarinnar virðist engan enda ætla að taka. Þannig hafa um 42 þúsund manns séð framhaldsmyndina Mamma Mia! Here we go again. Myndin var frumsýnd þann 18. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðsóknartölur eiga eftir að aukast enn frekar. Að sögn Söndru Bjarkar Magnúsdóttur, markaðsstjóra hjá Myndformi sem er dreifingaraðili myndarinnar á Íslandi, er hún komin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins. Aðeins Avengers: Infinity War með 57 þúsund gesti og Incredibles 2 með 48 þúsund eru fyrir ofan það sem af er ári. „Við erum afar ánægð með þessa góðu byrjun og við væntum þess að myndin haldi áfram að gera mjög vel. Við erum bjartsýn á að hún nái sömu hæðum og fyrri myndin,“ segir Sandra. Hún bendir þó á að aðsóknin á framhaldsmyndina hafi verið meiri en á fyrri myndina fyrstu helgina sem þær hafi verið í sýningum. Þegar 30 þúsund manns höfðu séð fyrri myndina, höfðu á sama tíma 36 þúsund séð framhaldsmyndina. Alls sáu 119 þúsund manns fyrri myndina sem hét einfaldlega Mamma Mia!. Hún var frumsýnd sumarið 2008. Er hún að sögn Söndru önnur aðsóknarmesta myndin frá upphafi hérlendis og sú þriðja tekjuhæsta. Það er aðeins Titanic frá 1997 sem fleiri hafa séð í íslenskum kvikmyndahúsum. Sjálf segist Sandra afar ánægð með nýju myndina.„Þetta er hugljúf saga og yndisleg mynd. Hún heldur alveg sama fíling og fyrri myndin. Maður er oft hræddur um svona framhaldsmyndir en það var ástæðulaust í þessu tilviki.“ Hún segist þekkja mörg dæmi þess að fólk hafi séð fyrri myndina oft, jafnvel fjórum sinnum. „Ég er farin að heyra af því með þessa mynd að sumir eru byrjaðir að fara aftur. Svo heyrir maður af heilu konuhópunum og saumaklúbbunum sem fjölmenna. Stundum fá karlarnir að laumast með.“ Líkt og gert var með fyrri myndina stendur til að halda sérstakar sing-a-long sýningar þar sem gestir eru hvattir til að syngja með ABBA-lögunum sem eru ófá í myndinni. „Það styttist í það og við byrjum væntanlega síðar í ágúst. Eins og síðast munum við gera þetta í samstarfi við Guðbjörgu Ósk, þerapista og jógakennara.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Rappar um vímu Lífið Fleiri fréttir Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Sjá meira