Lykilvitni ber mögulega ekki vitni gegn kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 20:28 Reiknað hefur verið með því að vitnisburður Rick Gates skipti sköpum í málinu gegn Manafort. Óljóst er hvort að hann beri vitni í málinu. Vísir/EPA Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent