Stútar undir stýri í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 06:22 Fjöldi vímaðra ökumanna var stöðvaður í nótt. Vísir/Getty Hið minnsta níu ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um margvísleg umferðarlagabrot. Flestir hinna brotlegu eru taldir hafa ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Bifreið var til að mynda stöðvuð á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í gærkvöld eftir að ökumaður hennar hafði virt hina svokölluðu „hægri reglu“ á gatnamótum að vettugi. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við hann þótti ljóst að ökumaðurinn var ekki í ökuhæfu ástandi og þar að auki virðist hann aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Þá var skráningarnúmer bifreiðar á Tryggvagötu klippt af þegar í ljós kom að hún reyndist ótryggð. Skráningarnúmer annarra bifreiðar, eða skortur á þeim réttara sagt, kom einnig öðrum ökumanni í klandur sem ekið hafði um Langatanga. Lögreglumenn stöðvuðu för bifreiðarinnar þegar þeir sáu að ekkert skráningarnúmer var framan á henni. Eftir spjall við ökumanninn var hann leiddur upp í lögreglubíl, enda talið augljóst að hann væri undir áhrifum einhvers konar fíkniefna. Að frátöldum umferðarlagabrotum þá komst einn einstaklingur í kast við lögin fyrir brot á vopnalögum við Þórðarsveig í Grafarholti. Hann er sagður hafa verið handtekinn og fluttur, í annarlegu ástandi, í næsta fangaklefa. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi ógnað fólki eða um hvaða vopn ræðir. Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
Hið minnsta níu ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um margvísleg umferðarlagabrot. Flestir hinna brotlegu eru taldir hafa ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Bifreið var til að mynda stöðvuð á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í gærkvöld eftir að ökumaður hennar hafði virt hina svokölluðu „hægri reglu“ á gatnamótum að vettugi. Þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við hann þótti ljóst að ökumaðurinn var ekki í ökuhæfu ástandi og þar að auki virðist hann aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Þá var skráningarnúmer bifreiðar á Tryggvagötu klippt af þegar í ljós kom að hún reyndist ótryggð. Skráningarnúmer annarra bifreiðar, eða skortur á þeim réttara sagt, kom einnig öðrum ökumanni í klandur sem ekið hafði um Langatanga. Lögreglumenn stöðvuðu för bifreiðarinnar þegar þeir sáu að ekkert skráningarnúmer var framan á henni. Eftir spjall við ökumanninn var hann leiddur upp í lögreglubíl, enda talið augljóst að hann væri undir áhrifum einhvers konar fíkniefna. Að frátöldum umferðarlagabrotum þá komst einn einstaklingur í kast við lögin fyrir brot á vopnalögum við Þórðarsveig í Grafarholti. Hann er sagður hafa verið handtekinn og fluttur, í annarlegu ástandi, í næsta fangaklefa. Ekki fylgir sögunni hvort hann hafi ógnað fólki eða um hvaða vopn ræðir.
Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira