Icelandair Group tapaði 2,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 05:59 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair vísir/gva Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Icelandair Group tapaði 25,7 milljónum dala, sem jafngildir um 2,7 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins, að því er fram kemur í nýbirtu fjórðungsuppgjöri ferðaþjónustufélagsins. Til samanburðar hagnaðist Icelandair um 9,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir afkomuna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. EBITDA Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – nam um 14,7 milljónum dala, sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna, og dróst saman um 64 prósent á milli ára en EBITDA var 40,6 milljónir dala á öðrum fjórðungi 2016. Þrýstingur á fargjöld, lakari sætanýting og einskiptiskostnaður vegna truflana í flugáætlun skýra verri afkomu, að sögn félagsins. Heildartekjur námu 399 milljónum dala á ársfjórðungnum og jukust um níu prósent á milli ára en heildarkostnaður jókst um 18 prósent – í 384 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson segir í afkomutilkynningu að spár félagsins um hækkandi meðalverð á síðari hluta ársins hafi ekki gengið eftir, þrátt fyrir hækkandi olíuverð. „Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri sem kemur fram með þessum hætti,“ er haft eftir honum. Björgólfur segir Icelandair hafa unnið að miklum breytingum sem muni skila sér í sterkara fyrirtæki. „Þar hefur allt verið til skoðunar, meðal annars skipulag, stefna, leiðakerfi, flotauppbygging, fargjaldaflokkar og á hvaða sviðum félagið ætlar að starfa til framtíðar.“ Að sögn forstjórans á að selja hótelrekstur. Í skoðun sé uppbygging nýs tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka. Nýjar Boeing MAX vélar hafi bæst í flotann. „Þá hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á skipulagi félagsins. Markmiðið er að skerpa enn frekar á áherslum okkar í sölu og markaðsmálum annars vegar og þjónustu við viðskiptavini hins vegar og styrkja þannig félagið.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15 WOW Air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra Skúli Mogensen segir afkomuna vonbrigði. 13. júlí 2018 15:11 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Sjá meira
Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30
Markaðshlutdeild Icelandair minni en helmingur í fyrsta sinn Allt stefnir í að Icelandair muni í fyrsta sinn vera með minna en helmings markaðshlutdeild á flugferðum til og frá Íslandi. 24. júlí 2018 11:15