Þræða eggjar Svarfaðardals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Göngugarparnir Hjörleifur Hjartarson, Þórarinn Hjartarson, Kristján Hjartarson, Árni Hjartarson og Magnús Magnússon. Hrund „Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
„Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira