Erlent

Lést eftir að hafa verið neitað um sjúkraflutning

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Bandarísk sjúkrabifreið.
Bandarísk sjúkrabifreið. Vísir/Getty
Fjórir bandarískir sjúkraflutningamenn eru sakaðir um að hafa mismunað konu á grundvelli kynþáttar hennar og að hafa ákveðið að veita henni ekki lífsnauðsynlega aðstoð.

Atvikið átti sér stað að í byrjun júlí, aðeins nokkrum dögum eftir að Crystle Galloway fæddi barn sem tekið var með keisaraskurði.

Móðir hennar hringdi í neyðarlínuna eftir að hafa fundið dóttur sína þar sem hún sat í baðkarinu og var greinilega illa haldin. Skömmu síðar kom sjúkrabíll.

„Þeir spurðu hana í sífellu hvort hún vildi fara á sjúkrahús. Hún hélt áfram að grátbiðja þá að fara með sig.“

Í staðinn settu þeir Crystle í hennar eigin bíl. Móðirin keyrði því dóttur sína sjálf á sjúkrahús. Crystle hafði fengið heilablóðfall og féll í dá og andaðist fimm dögum síðar.

Móðir Crystle Galloway segir að mennirnir hafi gert ráð fyrir því að fjölskyldan hefði ekki efni á kostnaðinum við sjúkraflutningana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×