Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 19:33 Hátíðarhöld fóru að mestu vel fram á Menningarnótt í gær. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir. Menningarnótt Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir.
Menningarnótt Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira