Pálmi Rafn: Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. ágúst 2018 18:45 Pálmi Rafn átti fínan leik á Akureyri í dag. vísir/bára KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
KR fór norður til Akureyrar í dag og vann mikilvægan en nauman sigur á KA og styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var vægast sagt bragðdaufur en Pálmi Rafn Pálmason var besti leikmaður vallarins og lagði meðal annars upp eina mark leiksins. Hann segist ekki hafa verið farinn að örvænta þó erfiðlega hafi gengið að brjóta þéttan varnarmúr KA á bak aftur. „1-0 er kannski tæpt en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna í 90 mínútur og mér fannst þetta verðskuldað. Auðvitað sækja þeir í endann og fá hornspyrnur og aukaspyrnur en mér fannst þetta fyllilega verðskuldað,“ segir Pálmi. „Það var ekkert farið að fara um mig. Mér fannst við skapa færi í fyrri hálfleik og við áttum að skora. Í seinni hálfleik náum við spilinu okkar betur í gang en sköpum okkur kannski ekki nein dauðafæri. Það er nóg að skora eitt mark á meðan hinir skora ekki neitt og það var það sem við gerðum.“ ,,Mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti"Í ljósi þess að Breiðablik og Stjarnan eru á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins mun 4.sæti Pepsi-deildarinnar að öllum líkindum þýða sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. Pálmi Rafn segir þá staðreynd veita KR-ingum aukinn kraft fyrir lokatörn Pepsi-deildarinnar. „Algjörlega. Það er hrikalega mikilvægt fyrir félagið að ná Evrópusæti. Við viljum að sjálfsögðu ná þessu Evrópusæti aftur og það er alltaf markmiðið hjá KR. Við ætlum að berjast fyrir því eins og við getum,“ segir Pálmi. Pálmi Rafn lék með KA við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan en hann segir þó engar blendnar tilfinningar hafa bærst innra með honum í leiknum í dag. „Nei, nei, ekkert þannig. Það er orðið langt síðan ég spilaði fyrir KA en mér þykir mjög vænt um klúbbinn og fólkið hérna. Þetta er yndislegur staður og yndislegt að koma hingað. Auðvitað er öðruvísi að spila á móti KA heldur en öðrum liðum. Þetta er svolítið eins og að spila á móti Völsung. Mér þykir vænt um félagið og vona að þeim vegni vel, en ekki gegn okkur,“ sagði Pálmi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira