Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. ágúst 2018 07:30 Frítt verður í Strætó á Menningarnótt og er fólk hvatt til að nýta sér það. Fréttablaðið/Stefán Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Ferðir verða í boði frá klukkan hálf átta um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Frítt verður í þessar ferðir sem og aðrar strætisvagnaferðir á Menningarnótt. Aðeins þarf að greiða fyrir næturakstur. Almennu leiðarkerfi Strætó verður skipt í þrjá fasa. Hefðbundin laugardagsáætlun verður í gildi til klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þó verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir bílaumferð og munu margar leiðir þurfa að aka hjáleiðir. Búast má við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons. Annar fasinn felst í svokölluðu tæmingarkerfi sem verður í gildi frá klukkan ellefu um kvöldið til klukkan eitt um nóttina. Miðar kerfið að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Munu strætisvagnar keyra frá Hlemmi og BSÍ á mismunandi áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji fasinn felst svo í næturakstri en eftir klukkan eitt um nóttina tekur hefðbundinn næturakstur við. Frekari upplýsingar um þjónustuna og þær leiðir sem eknar verða má finna á heimasíðu Strætó, straeto.is. Reykjavíkurborg hvetur fólk sérstaklega til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Stærstur hluti miðborgarinnar verður lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Nær lokunin yfir svæðið vestan Snorrabrautar, norðan Vatnsmýrarvegar og Hringbrautar, allt vestur að Ægisgötu, og Ljósvallagötu.Garðastræti norðan Túngötu er lokað. – sar Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Ferðir verða í boði frá klukkan hálf átta um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Frítt verður í þessar ferðir sem og aðrar strætisvagnaferðir á Menningarnótt. Aðeins þarf að greiða fyrir næturakstur. Almennu leiðarkerfi Strætó verður skipt í þrjá fasa. Hefðbundin laugardagsáætlun verður í gildi til klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þó verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir bílaumferð og munu margar leiðir þurfa að aka hjáleiðir. Búast má við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons. Annar fasinn felst í svokölluðu tæmingarkerfi sem verður í gildi frá klukkan ellefu um kvöldið til klukkan eitt um nóttina. Miðar kerfið að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Munu strætisvagnar keyra frá Hlemmi og BSÍ á mismunandi áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji fasinn felst svo í næturakstri en eftir klukkan eitt um nóttina tekur hefðbundinn næturakstur við. Frekari upplýsingar um þjónustuna og þær leiðir sem eknar verða má finna á heimasíðu Strætó, straeto.is. Reykjavíkurborg hvetur fólk sérstaklega til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Stærstur hluti miðborgarinnar verður lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Nær lokunin yfir svæðið vestan Snorrabrautar, norðan Vatnsmýrarvegar og Hringbrautar, allt vestur að Ægisgötu, og Ljósvallagötu.Garðastræti norðan Túngötu er lokað. – sar
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00
Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50