Harka leysir af samráð í pólitík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. ágúst 2018 08:00 Minnihlutinn í borgarstjórn hefur beitt sér af hörku þann stutta tíma sem liðinn er af kjörtímabilinu. Fréttablaðið/Ernir „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að ný borgarstjórn tók til starfa hefur verið heldur stormasamara í ráðhúsinu en borgarbúar hafa átt að venjast á undanförnum árum. Eiríkur segir mögulegar skýringar að finna annars vegar í almennri þróun stjórnmála á Vesturlöndum og hins vegar megi einnig finna séríslenskar skýringar. „Í þeim stéttastjórnmálum sem voru framan af tuttugustu öldinni var oft gríðarleg harka í pólitíkinni og þá var líka gríðarleg harka í pólitík á Íslandi. Svo gerist það svona á síðustu áratugum að það fer að verða meira samráð víða í stjórnmálum og þessi ofboðslegu átök sem verið höfðu fara minnkandi og það gerist líka hér á Íslandi. Síðan færist þessi harka af stað á nýjan leik.“ Eiríkur leggur áherslu á að þegar við tölum um aukna hörku núna, megi ekki skilja það sem svo að slíkt hafi ekki sést áður. „Við erum hins vegar að koma úr löngu tímabili minni átaka.“ Um hinar íslensku aðstæður segir Eiríkur að pólitíkin í borgarstjórnum undanfarinna kjörtímabila hafi gengið meira út á samráð minnihluta og meirihluta. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta lögðu margir hverjir upp með það að reyna að koma sínum málum í gegn með samráði við meirihlutann frekar en að vera í stöðugum átökum sem felur þá í sér að koma færri málum í gegn,“ segir Eiríkur og segir þetta hafa verið meðvitaða pólitík hinna frjálslyndari borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og mörgu leyti áhrifaríka í því að koma málum í gegn en síður áhrifaríka í því að sýna fram á eða skerpa á einhvers konar sérstöðu andstöðunnar fyrir kosningar. „Svo gerist það að þessari stjórnarandstöðu er hafnað af Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar og það er stillt upp annars konar liði sem greinilega hefur hafnað þessari aðferð og hefur farið miklu nær þeirri aðferð í stjórnarandstöðu sem til dæmis Davíð Oddsson lýsti, það er að segja að fara í öll mál og gera allt tortryggilegt. Og það er sú breyting sem við erum að verða vitni að núna í borgarstjórn,“ segir Eiríkur.adalheidur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. 1. ágúst 2018 15:24 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, svarar ávirðingum minnihlutans. 4. ágúst 2018 22:22 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
„Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að ný borgarstjórn tók til starfa hefur verið heldur stormasamara í ráðhúsinu en borgarbúar hafa átt að venjast á undanförnum árum. Eiríkur segir mögulegar skýringar að finna annars vegar í almennri þróun stjórnmála á Vesturlöndum og hins vegar megi einnig finna séríslenskar skýringar. „Í þeim stéttastjórnmálum sem voru framan af tuttugustu öldinni var oft gríðarleg harka í pólitíkinni og þá var líka gríðarleg harka í pólitík á Íslandi. Svo gerist það svona á síðustu áratugum að það fer að verða meira samráð víða í stjórnmálum og þessi ofboðslegu átök sem verið höfðu fara minnkandi og það gerist líka hér á Íslandi. Síðan færist þessi harka af stað á nýjan leik.“ Eiríkur leggur áherslu á að þegar við tölum um aukna hörku núna, megi ekki skilja það sem svo að slíkt hafi ekki sést áður. „Við erum hins vegar að koma úr löngu tímabili minni átaka.“ Um hinar íslensku aðstæður segir Eiríkur að pólitíkin í borgarstjórnum undanfarinna kjörtímabila hafi gengið meira út á samráð minnihluta og meirihluta. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta lögðu margir hverjir upp með það að reyna að koma sínum málum í gegn með samráði við meirihlutann frekar en að vera í stöðugum átökum sem felur þá í sér að koma færri málum í gegn,“ segir Eiríkur og segir þetta hafa verið meðvitaða pólitík hinna frjálslyndari borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og mörgu leyti áhrifaríka í því að koma málum í gegn en síður áhrifaríka í því að sýna fram á eða skerpa á einhvers konar sérstöðu andstöðunnar fyrir kosningar. „Svo gerist það að þessari stjórnarandstöðu er hafnað af Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar og það er stillt upp annars konar liði sem greinilega hefur hafnað þessari aðferð og hefur farið miklu nær þeirri aðferð í stjórnarandstöðu sem til dæmis Davíð Oddsson lýsti, það er að segja að fara í öll mál og gera allt tortryggilegt. Og það er sú breyting sem við erum að verða vitni að núna í borgarstjórn,“ segir Eiríkur.adalheidur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. 1. ágúst 2018 15:24 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, svarar ávirðingum minnihlutans. 4. ágúst 2018 22:22 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. 1. ágúst 2018 15:24
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, svarar ávirðingum minnihlutans. 4. ágúst 2018 22:22