Eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 19:45 Baldur Ólafsson lögreglumaður Stöð 2 Skjáskot Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna. Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vegna lágmarksmönnunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á virkum dögum. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að forgangsraða þarf útköllum. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemina niður í lágmarksmönnun. Lögreglumönnum barst tölvupóstur á dögunum að fækka eigi á næturvöktum og draga úr þjálfun. Baldur Ólafsson lögreglumaður segir þetta þýða að flókið getur verið að sinna útköllum, ef til dæmis handtaka þurfi tvo, þá eru allt að sex menn nýttir í það. En á virkum dögum eru eingöngu fimmtán lögreglumenn á næturvakt á höfuðborgarsvæðinu. „Eftir atvikum þarf að vinna hraðar, það er það sem við gerum. Við erum í því að redda hlutunum og erum dugleg í því. Það hinsvegar er ekki gott til langs tíma. Til lengdar kallar þetta á slys veikindi, kulnun og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitnu hefur vinnuumhverfi lögreglumanna breyst til hins verra eftir hrun. Á árunum fyrir hrun var algengast að fólk í byggingariðnaði og fiskvinnslu slasaðist við störf sín, eftir hrun er algengast að lögreglumenn slasist og árlega slastast um það bil sjötti hver lögreglumaður en tuttugasti og fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu. „Það þarf að vera langtíma plan í því að fjölga í stéttinni, til þess þarf fjármagn. Það þarf að ræða við okkur af einhverri alvöru í mars á næsta ári þegar samningar eru lausir. Við samþykktum síðustu samninga og það munaði aðeins ellefu atkvæðum. En ég get alveg lofað ríkinu því að næstu samningar verði ekki samþykktir. Tilboði ríkisins verður ekki tekið,” segir hann að lokum um kjör lögreglumanna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Þrátt fyrir fjölgun verkefna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ætlar embættið að skera niður. 16. ágúst 2018 19:57