Sérstakar strætóskutlur starfræktar Bergþór Másson skrifar 17. ágúst 2018 17:50 Frítt í strætó á morgun á Menningarnótt. Strætó bs. Menningarnótt verður haldin í 23. skipti á morgun og verður miðbænum lokað fyrir almenna umferð og breytt í risastóra göngugötu. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu allan daginn og er fólk hvatt til þess að ganga, hjóla eða nýta sér almenningssamgöngur niður í bæ á þessum degi. Strætó hvetur fólk til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér fríar „strætóskutlur“ í miðbæinn. „Strætóskutlurnar“ eru venjulegir strætisvagnar sem aka án sérstakrar tímatöflu frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Strætóskutlurnar munu aka frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega. Almennu leiðakerfi Strætó má hins vegar skipti í þrjá fasa yfir morgundaginn.1.Fasi - Hefðbundin laugardagsáætlun til 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Aukavagnar verða notaðir yfir daginn til þess aðstoða þær leiðir sem kunna að verða fyrir álagi. Stór hluti miðbæjarins verður lokaður fyrir bílaumferð og margar leiðir sem aka um miðbæinn þurfa að fara hjáleiðir um Snorrabraut, Hringbraut og Gömlu Hringbraut. Sérstaklega má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkur Maraþons. Strætó hvetur farþega til þess að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó og nýta sér appið til þess að sjá staðsetningu vagnanna í rauntíma.2.Fasi - Sérstöku „tæmingarkerfi“ komið á milli kl. 23:00-01:00 Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku „tæmingarkerfi“ verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.3.Fasi - Næturakstur tekur við kl. 01:00 Hefðbundinn næturakstur Strætó mun taka við klukkan 01:00 að lokinni tæmingu miðbæjarins. Áætluð enduropnun miðbæjarins fyrir umferð er milli klukkan 01:00 og 02:00 og því munu fyrstu ferðir á hverri næturleið einungis aka frá Hlemmi. Það verður ekki frítt í næturvagnana en stakt fargjald með þeim er 920 kr. Handhafar Strætókorta þurfa ekki að greiða aukalega fyrir far með næturvögnunum. Frekari upplýsingar um næturakstur Strætó má finna hér.Hér má sjá leiðir morgundagsins á gagnvirku korti. Menningarnótt Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Menningarnótt verður haldin í 23. skipti á morgun og verður miðbænum lokað fyrir almenna umferð og breytt í risastóra göngugötu. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu allan daginn og er fólk hvatt til þess að ganga, hjóla eða nýta sér almenningssamgöngur niður í bæ á þessum degi. Strætó hvetur fólk til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér fríar „strætóskutlur“ í miðbæinn. „Strætóskutlurnar“ eru venjulegir strætisvagnar sem aka án sérstakrar tímatöflu frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Strætóskutlurnar munu aka frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega. Almennu leiðakerfi Strætó má hins vegar skipti í þrjá fasa yfir morgundaginn.1.Fasi - Hefðbundin laugardagsáætlun til 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Aukavagnar verða notaðir yfir daginn til þess aðstoða þær leiðir sem kunna að verða fyrir álagi. Stór hluti miðbæjarins verður lokaður fyrir bílaumferð og margar leiðir sem aka um miðbæinn þurfa að fara hjáleiðir um Snorrabraut, Hringbraut og Gömlu Hringbraut. Sérstaklega má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkur Maraþons. Strætó hvetur farþega til þess að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó og nýta sér appið til þess að sjá staðsetningu vagnanna í rauntíma.2.Fasi - Sérstöku „tæmingarkerfi“ komið á milli kl. 23:00-01:00 Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku „tæmingarkerfi“ verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.3.Fasi - Næturakstur tekur við kl. 01:00 Hefðbundinn næturakstur Strætó mun taka við klukkan 01:00 að lokinni tæmingu miðbæjarins. Áætluð enduropnun miðbæjarins fyrir umferð er milli klukkan 01:00 og 02:00 og því munu fyrstu ferðir á hverri næturleið einungis aka frá Hlemmi. Það verður ekki frítt í næturvagnana en stakt fargjald með þeim er 920 kr. Handhafar Strætókorta þurfa ekki að greiða aukalega fyrir far með næturvögnunum. Frekari upplýsingar um næturakstur Strætó má finna hér.Hér má sjá leiðir morgundagsins á gagnvirku korti.
Menningarnótt Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03