„Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 13:30 Freyr Alexandersson hefur þjálfað íslenska kvennalandsliðið undanfarin ár Vísir/Getty Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka. Íslenski boltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Það er enginn munur á því að þjálfa konur eða karla, stelpur eða stráka. Þetta segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna og aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. Freyr hélt erindi á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær þar sem jafnréttismál í íþróttum voru aðal áhersluefnið. Erindi Freys bar yfirskriftina „Munurinn á að þjálfa karla og konur í fótbolta - Saga frá reyndum þjálfara.“ Freyr er 36 ára gamall og hefur verið þjálfari að aðalstarfi í nærri áratug. „Ég átti að tala um muninn á því að þjálfa karla og konur. Ég hef þjálfað 6 ára börn, meistaraflokka og landslið. Karla og konur. Svo ég hef prófað ýmislegt. Ég get sagt, í hreinskilni, að það er enginn munur,“ sagði Freyr. „Það er enginn munur. Trúið mér.“ „Auðvitað nálgast þú ýmsa hluti öðruvísi í hvert skipti en þetta eru allt manneskjur. Ég reyni að koma sem best fram við hverja einustu manneskju til þess að fá það besta út úr henni. Það skiptir ekki máli hvort það sé stelpa eða strákur, sex ára eða 35 ára.“ Freyr Alexandersson þjálfaði karlalið Leiknis árin 2013-2015.Vísir/ValliMunurinn liggur í menningunni, ekki kyninuHelsti munurinn á þjálfun á milli mismunandi aldurshópa, kynja eða félaga er félagsfræðilegur og menningarlegur að mati Freys, ekki líkamlegur eða tengdur kynjamun. Hann tók fyrir dæmi úr þjálfarasögu sinni. Hann var að þjálfa yngri flokka í Leikni og fór þaðan yfir í svipaðan aldursflokk hjá Val. Hann sagði muninn hafa verið mikinn. „Liðin voru alveg jafn góð. Þegar ég var að þjálfa Leikni þá unnum við Val og þegar ég fór til Vals unnum við Leikni. Stóri munurinn er menningin,“ sagði Freyr. „Valur er stórt félag. Þar eru fleiri menntaðir foreldrar í kringum félagið. Stelpurnar sem voru í Val á þessum tíma fengu miklu meiri stuðning heiman frá heldur en stelpurnar í Leikni. Það var stóri munurinn.“ Freyr fór að þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Val og svo meistaraflokk karla. Frá meistaraflokki kvenna og karla var enginn munur. Því þetta var sama félagið. Hugmyndafræðin á bak við þjálfunina og nálgun Freys breyttist ekkert. Hún var sú sama. Hins vegar, þegar hann fór frá því að þjálfa karla hjá Val yfir í meistaraflokk karla hjá Leikni var aftur mikill munur. „Munurinn er ekki kynið heldur kringumstæðurnar.“Freyr Alexandersson stýrði kvennaliði Vals til ÍslandsmeistaratitilsMynd/StefánSkömmin liggur hjá UEFA og FIFA„Ég sagði áðan að það væri enginn munur. En það er munur. Munurinn er hins vegar ekki í þjálfuninni heldur heiminum sem maður þjálfar í.“ „Munurinn á heimi karla og kvenna er mikill og stærsta ástæðan? Peningar.“ Umræðan um fjárhagslegan mismun á milli kalraboltans og kvennaboltans hefur verið nokkuð hávær í langan tíma. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, hélt tölu á ráðstefnunni í gær og minntist á verðlaunaféð sem KSÍ fékk fyrir að komast á lokakeppni EM. Kvennaliðið fékk 10 milljónir íslenskra króna bæði 2009 og 2013. Karlaliðið fékk yfir 1 milljarð íslenskra króna árið 2016. „Skömmin er hjá UEFA og hjá FIFA. Munurinn er til háborinnar skammar,“ sagði Freyr Alexandersson. Freyr á fyrir höndum stórt verkefni í byrjun september. Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í tveimur leikjum á Laugardalsvelli þar sem liðið er í dauðafæri á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Fyrri leikurinn er við Þjóðverja 1. september og sá seinni 4. september við Tékka.
Íslenski boltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira