Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Harpa Árnadóttir myndlistarmaður, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Rakel Halldórsdóttir ráðgjafi og dóttir hennar, María Anna Arnarsdóttir. Það er duglegt og drífandi fólk hér í Skagafirði og mikill frumkvöðlakraftur sem svífur yfir vötnum. Allmargir eru komnir með leyfi til heimavinnslu afurða, vottuð eldhús og fjölbreytta ræktun,“ segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, og áður verslunarmaður í Frú Laugu í Reykjavík. Hún kom á fót sveitamarkaði í húsi Þjóðminjasafnsins á Hofsósi í sumar og nú verður hann fluttur í Svaðastaðahöllina á Sauðárkróki um helgina. Stórsamkoman Sveitasæla verður nefnilega haldin á Króknum, það er landbúnaðarsýning og bændahátíð og Rakel segir fjölbreytt og skemmtilegt úrval úr matarkistu Skagafjarðar verða á boðstólum á markaðinum. Hún nefnir kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið, útiræktað grænmeti sem dæmi, auk alls konar fisk- og kjötmetis í úrvali. „Hér ræktar fólk meira að segja rósir til sölu,“ upplýsir hún. Rakel hefur búið síðasta árið á Hofsósi, er flutt aftur suður en sinnir þó verkefnum í Skagafirði á vegum Matís áfram. Hún er mikill talsmaður þess að bændur og aðrir matvælaframleiðendur selji afurðir beint frá býli og segir mikla framþróun í þeirri grein vera að eiga sér stað. „Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt með því að eiga í viðskiptum innan síns nærumhverfis og það er vinsælt bæði af heimamönnum og gestum.“ Víðsvegar um heiminn er árþúsundahefð fyrir svona mörkuðum, bendir Rakel á. „Fólk leitar að því sem einkennir svæðið og heillast af hugmyndinni um að njóta afurða, handverks, stemningar og menningar á hverjum stað,“ segir hún og bætir við: „Markaðirnir ýta líka undir nýsköpun og eru liður í að viðhalda byggð í dreifbýlinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Það er duglegt og drífandi fólk hér í Skagafirði og mikill frumkvöðlakraftur sem svífur yfir vötnum. Allmargir eru komnir með leyfi til heimavinnslu afurða, vottuð eldhús og fjölbreytta ræktun,“ segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, og áður verslunarmaður í Frú Laugu í Reykjavík. Hún kom á fót sveitamarkaði í húsi Þjóðminjasafnsins á Hofsósi í sumar og nú verður hann fluttur í Svaðastaðahöllina á Sauðárkróki um helgina. Stórsamkoman Sveitasæla verður nefnilega haldin á Króknum, það er landbúnaðarsýning og bændahátíð og Rakel segir fjölbreytt og skemmtilegt úrval úr matarkistu Skagafjarðar verða á boðstólum á markaðinum. Hún nefnir kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið, útiræktað grænmeti sem dæmi, auk alls konar fisk- og kjötmetis í úrvali. „Hér ræktar fólk meira að segja rósir til sölu,“ upplýsir hún. Rakel hefur búið síðasta árið á Hofsósi, er flutt aftur suður en sinnir þó verkefnum í Skagafirði á vegum Matís áfram. Hún er mikill talsmaður þess að bændur og aðrir matvælaframleiðendur selji afurðir beint frá býli og segir mikla framþróun í þeirri grein vera að eiga sér stað. „Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt með því að eiga í viðskiptum innan síns nærumhverfis og það er vinsælt bæði af heimamönnum og gestum.“ Víðsvegar um heiminn er árþúsundahefð fyrir svona mörkuðum, bendir Rakel á. „Fólk leitar að því sem einkennir svæðið og heillast af hugmyndinni um að njóta afurða, handverks, stemningar og menningar á hverjum stað,“ segir hún og bætir við: „Markaðirnir ýta líka undir nýsköpun og eru liður í að viðhalda byggð í dreifbýlinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira