Haraldur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og mun skila verkefninu af sér fyrir áramót. Úttektin kostar 10 milljónir króna.
Nýjum bæjarstjóra í Árborg, Gísla Halldóri Halldórssyni, hefur verið falið að ganga frá samningi við Harald sem verður lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.
Tillagan um úttektina og ráðningu Haralds til verksins var samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans, fjórir fulltrúar D-listans greiddu atkvæði á móti.
