Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 19:57 Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún. Lögreglumál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún.
Lögreglumál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira