Ætlað að fylla skarð Írana á kantinum Hjörvar Ólafsson skrifar 16. ágúst 2018 05:45 Albert Guðmundsson á æfingu með PSV Eindhoven í sumar, en hann hefur yfirgefið herbúðir félagsins og samið við AZ Alkmaar. Nordicphotos/Getty Albert Guðmundsson varð í upphafi vikunnar enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn sem rekur á fjörur hollenska liðsins AZ Alkmaar. Íslenski landsliðsframherjinn kemur til liðsins frá PSV Eindhoven, en þetta er þriðja hollenska liðið sem hann er á mála hjá. Albert gekk til liðs við Heerenveen frá KR árið 2013, þá 16 ára gamall, og söðlaði svo um og fór til PSV Eindhoven þar sem hann hefur mestmegnis leikið með varaliði félagins. Hann lék svo níu leiki með aðalliðinu þegar liðið varð hollenskur meistari síðasta vor. Albert sá hins vegar fram á að spiltími hans með aðalliði félagsins á yfirstandandi leiktíð yrði áfram af skornum skammti og ákvað því að færa sig um set til AZ Alkmaar í leit að meiri tíma inni á knattspyrnuvellinum. Liðið endaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Eins og ég sagði síðasta vor þá fannst mér vera kominn tími á að spila aðalliðsfótbolta fljótlega. PSV Eindhoven hélt sínum sterkustu leikmönnum sem spila framarlega á vellinum og þeir leikmenn voru búnir að vinna sér sæti í liðinu og því fannst mér nauðsynlegt að breyta til,“ sagði Albert um vistaskiptin.Albert skrifaði undir samning til ársins 2022AZ Alkmaar„AZ Alkmaar hefur haft auga á mér lengi og það kom til greina að ég færi þangað þegar ég fór til PSV Eindhoven á sínum tíma. Þeir buðu mér góðan samning, eru að greiða þokkalega hátt kaupverð fyrir mig og það eru meiri líkur á að ég fái að spila þarna. Nú er það bara undir mér komið að sanna mig.“ AZ Alkmaar seldi íranska kantmanninn Alireza Jahanbakhsh til enska úrvalsdeildarliðsins Brighton í sumar og Albert telur að hann verði fyrst og fremst hugsaður sem kantmaður fyrst um sinn. Forráðamenn liðsins vita hins vegar að hann getur leysti fleiri stöður. „Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Þriðji þjálfari liðsins þjálfaði mig þegar ég kom fyrst til PSV Eindhoven og stýrði mér hjá varaliðinu þar. Þeir vita að ég get spilað á miðjunni og sem framherji, en fyrst um sinn hugsa ég að ég muni spila á kantinum,“ sagði Vesturbæingurinn um hlutverk sitt hjá nýjum vinnuveitanda.Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupi á æfingu landsliðsins í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Liðið var í toppbaráttu við PSV Eindhoven og Ajax á síðustu leiktíð og ég hugsa og vona að það verði eins á þessu tímabili. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leikmannahópi liðsins og það er raunhæft fyrir okkur að stefna á að veita fyrrgreindum liðum keppni við topp deildarinnar.“ Hann gæti fengið fyrstu mínútur sínar strax um helgina. Það er leikur á sunnudaginn hjá okkur og ég vonast til þess að vera í leikmannahópnum þar. Ég næ hins vegar bara þremur fótboltaæfingum fyrir þann leik svo það er ekki víst að ég komi við sögu í leiknum, en við sjáum til.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira
Albert Guðmundsson varð í upphafi vikunnar enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn sem rekur á fjörur hollenska liðsins AZ Alkmaar. Íslenski landsliðsframherjinn kemur til liðsins frá PSV Eindhoven, en þetta er þriðja hollenska liðið sem hann er á mála hjá. Albert gekk til liðs við Heerenveen frá KR árið 2013, þá 16 ára gamall, og söðlaði svo um og fór til PSV Eindhoven þar sem hann hefur mestmegnis leikið með varaliði félagins. Hann lék svo níu leiki með aðalliðinu þegar liðið varð hollenskur meistari síðasta vor. Albert sá hins vegar fram á að spiltími hans með aðalliði félagsins á yfirstandandi leiktíð yrði áfram af skornum skammti og ákvað því að færa sig um set til AZ Alkmaar í leit að meiri tíma inni á knattspyrnuvellinum. Liðið endaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Eins og ég sagði síðasta vor þá fannst mér vera kominn tími á að spila aðalliðsfótbolta fljótlega. PSV Eindhoven hélt sínum sterkustu leikmönnum sem spila framarlega á vellinum og þeir leikmenn voru búnir að vinna sér sæti í liðinu og því fannst mér nauðsynlegt að breyta til,“ sagði Albert um vistaskiptin.Albert skrifaði undir samning til ársins 2022AZ Alkmaar„AZ Alkmaar hefur haft auga á mér lengi og það kom til greina að ég færi þangað þegar ég fór til PSV Eindhoven á sínum tíma. Þeir buðu mér góðan samning, eru að greiða þokkalega hátt kaupverð fyrir mig og það eru meiri líkur á að ég fái að spila þarna. Nú er það bara undir mér komið að sanna mig.“ AZ Alkmaar seldi íranska kantmanninn Alireza Jahanbakhsh til enska úrvalsdeildarliðsins Brighton í sumar og Albert telur að hann verði fyrst og fremst hugsaður sem kantmaður fyrst um sinn. Forráðamenn liðsins vita hins vegar að hann getur leysti fleiri stöður. „Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Þriðji þjálfari liðsins þjálfaði mig þegar ég kom fyrst til PSV Eindhoven og stýrði mér hjá varaliðinu þar. Þeir vita að ég get spilað á miðjunni og sem framherji, en fyrst um sinn hugsa ég að ég muni spila á kantinum,“ sagði Vesturbæingurinn um hlutverk sitt hjá nýjum vinnuveitanda.Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupi á æfingu landsliðsins í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Liðið var í toppbaráttu við PSV Eindhoven og Ajax á síðustu leiktíð og ég hugsa og vona að það verði eins á þessu tímabili. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leikmannahópi liðsins og það er raunhæft fyrir okkur að stefna á að veita fyrrgreindum liðum keppni við topp deildarinnar.“ Hann gæti fengið fyrstu mínútur sínar strax um helgina. Það er leikur á sunnudaginn hjá okkur og ég vonast til þess að vera í leikmannahópnum þar. Ég næ hins vegar bara þremur fótboltaæfingum fyrir þann leik svo það er ekki víst að ég komi við sögu í leiknum, en við sjáum til.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira