Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur gengið frá samningum með norska liðið Lilleström. ÍBV greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag.
Fréttir bárust af því í gær að Sigríður Lára væri farin til Noregs að skoða aðstæður. Nú hafa félagsskipti hennar verið staðfest.
Landsliðskonan er uppalinn Vestmanneyjingur og hefur spilað með ÍBV allan sinn feril. Hún gerði samning við Lilleström út þetta ár.
Lilleström er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tólf stiga forskot á toppnum þegar átta umferðir eru eftir.
ÍBV er í 5. sæti Pepsi deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir af tímabilinu.
Sísí Lára búin að skrifa undir í Noregi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti



„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn



