Ekki nóg að skora með hjólhestaspyrnu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 17:00 Gareth Bale skorar markið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerir upp á milli þeirra Cristiano Ronaldo og Gareth Bale í tilnefningum sínum fyrir fallegasta mark 2017-18 tímabilsins. Báðir skoruðu þeir Ronaldo og Bale frábært mark með hjólhestaspyrnu í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en aðeins annar þeirra fær tilnefningu. Hjólhestamark Cristiano Ronaldo á móti Juventus er meðal markanna sem eru tilnefnd en hjólhestamark Gareth Bale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar kemst ekki á listann.Cristiano Ronaldo's overhead kick against Juventus has been nominated for 2017/18 UEFA Goal of the Season. Gareth Bale's overhead kick in the UCL final has not: https://t.co/6oI4yVtEzTpic.twitter.com/x54JOa9qmB — ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2018 Ástæðan er aðallega sú að aðeins eitt mark er tilnefnt úr hverri keppni á vegum UEFA. Fólkið hjá UEFA valdi mark Ronaldo því fram yfir mark Bale þrátt fyrir að leikurinn sem Bale skoraði í væri mun stærri. Danski stjörnumaðurinn hjá Tottenham, Christian Eriksen, kemst á listann fyrir mark sitt á móti Írlandi í umspili um sæti úrslitakeppni HM. Franski miðjumaðurinn Dimitri Payet er einnig tilnefndur fyrir mark sitt fyrir Marseille á móti RB Leipzig í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Enska knattspyrnukonan Lucy Bronze skoraði fallegsta markið í Meistaradeild kvenna en það skoraði hún fyrir Lyin í 1-0 sigri á Manchester City.Goal of the Season The best goal from each UEFA competition in 2017/18 is battling for your vote. Which golazo deserves the #UEFAawards — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 14, 2018 Barcelona-maðurinn Lionel Messi skoraði fallegasta markið tímabilin 2014-15 og 2015-16 en fallegasta markið tímabilið 2016-17 skoraði Króatinn Mario Mandzukic. Mark Mario Mandzukic var einmitt bakfallsspyrnu fyrir Juventus á móti Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hér er hægt að skoða öll mörkin ellefu sem eru tilnefnd að þessu sinni og jafnframt velja hvaða mark þú telur vera fallegast. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerir upp á milli þeirra Cristiano Ronaldo og Gareth Bale í tilnefningum sínum fyrir fallegasta mark 2017-18 tímabilsins. Báðir skoruðu þeir Ronaldo og Bale frábært mark með hjólhestaspyrnu í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en aðeins annar þeirra fær tilnefningu. Hjólhestamark Cristiano Ronaldo á móti Juventus er meðal markanna sem eru tilnefnd en hjólhestamark Gareth Bale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar kemst ekki á listann.Cristiano Ronaldo's overhead kick against Juventus has been nominated for 2017/18 UEFA Goal of the Season. Gareth Bale's overhead kick in the UCL final has not: https://t.co/6oI4yVtEzTpic.twitter.com/x54JOa9qmB — ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2018 Ástæðan er aðallega sú að aðeins eitt mark er tilnefnt úr hverri keppni á vegum UEFA. Fólkið hjá UEFA valdi mark Ronaldo því fram yfir mark Bale þrátt fyrir að leikurinn sem Bale skoraði í væri mun stærri. Danski stjörnumaðurinn hjá Tottenham, Christian Eriksen, kemst á listann fyrir mark sitt á móti Írlandi í umspili um sæti úrslitakeppni HM. Franski miðjumaðurinn Dimitri Payet er einnig tilnefndur fyrir mark sitt fyrir Marseille á móti RB Leipzig í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Enska knattspyrnukonan Lucy Bronze skoraði fallegsta markið í Meistaradeild kvenna en það skoraði hún fyrir Lyin í 1-0 sigri á Manchester City.Goal of the Season The best goal from each UEFA competition in 2017/18 is battling for your vote. Which golazo deserves the #UEFAawards — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 14, 2018 Barcelona-maðurinn Lionel Messi skoraði fallegasta markið tímabilin 2014-15 og 2015-16 en fallegasta markið tímabilið 2016-17 skoraði Króatinn Mario Mandzukic. Mark Mario Mandzukic var einmitt bakfallsspyrnu fyrir Juventus á móti Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hér er hægt að skoða öll mörkin ellefu sem eru tilnefnd að þessu sinni og jafnframt velja hvaða mark þú telur vera fallegast.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira