Hin fullkomni leiðarvísir að mistökum Þórólfur Júlían Dagsson skrifar 14. ágúst 2018 09:57 Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir hrunið hrifsuðu lánastofnanir húsnæði af fólki. Þessar eignir - heimili fólksins í landinu - fóru inn í hin ýmsu lánasöfn, banka og einnig inn í Íbúðarlánasjóð. Síðan árið 2016 ákvað Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra Framsóknarflokksins, að nú skyldi húsnæðisvandinn leystur og árið 2016 voru sett lög um óhagnaðardrifin leigufélög. Öllu var tjaldað til og fjármagni var mokað í leigufélög sem að öll áttu að leysa húsnæðisvandann. Hvað fór úrskeiðis? Og af hverju erum við hér í dag í miklu verri málum heldur en við vorum þegar þessi frægu lög voru sett á? Í stað þess að umrædd félög færu í að nota fjármagnið til þess að byggja húsnæði var megnið af peningnum notað til þess að kaupa upp hús og eignir af bönkum úr eignasöfnum og af Íbúðarlánasjóði. Mikið af þessum eignum voru í niðurníðslu eftir að bankarnir og lánastofnanir höfðu setið á eignunum um margra ára skeið. Þar að auki voru eignir varnarliðsins seldar í kippum. Allt þetta húsnæði hefði betur átt heima á hinum almenna markaði fyrir almenna borgara. Fólk hefði þá getað keypt eignirnar og gert þær upp. Áhrifin af því á fasteignamarkaðinn hefðu verið þau að fasteignaverð hefði lækkað svo um munar. Í staðinn var farin sú leið að selja eignirnar í það stórum pökkum að venjulegt fólk get ekki keypt þær. Ef raunverulegur vilji hefði verið fyrir því að leysa húsnæðisvandann hefði aldrei neinn peningur farið úr Íbúðalánasjóði til þess eins að kaupa upp illa farið húsnæði. Þetta var einfaldlega tilfærsla á fjármagni. Þess í stað hefði fjármagnið átt að fara í það að byggja nýjar eignir. Ríkisstofnanir og bæjarfélög hafa unnið ötullega gegn því að hin raunverulegu óhagnaðardrifnu leigufélög fái að byggja. Húsnæðisvandinn er farinn að valda því að ungt fólk yfirgefur landið okkar - fólk á öllum aldri raunar. Nú er mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að greiða fyrir þessum félögum, hinum raunverulegu óhagnaðardrifnu félögum. Raunveruleikinn sem blasir við nú er sá að þessi félög fá enga aðstoð og steinn er settur í götu þeirra. Áfram heldur skortsalan á fasteignamarkaðnum og vandinn vex. Í stað þess að laga vandann var það fjármagn sem til var nýtt í að græða á fólki sem átti í engin hús að venda. Það er nánast gert ráð fyrir því að allir kaupi sér íbúð á Íslandi, en inn í okkar húsnæðis- og leigumarkað vantar litlar ódýrar eignir. Fólk þarf að geta safnað peningum til þess að kaupa sér íbúð en margir hverjir eiga ekki einu sinni fyrir mat í enda mánaðarins. Ef raunverulegur vilji væri til þess að jafna hér stöðuna þá hefði Íbúðalánasjóður aldrei lánað til félaga sem að væru ekki að byggja, það gefur auga leið. Þegar við skoðum söguna er augljóst að hér hefur orðið til hinn fullkomni leiðarvísir að mistökum.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun