Hlutafjáraukning hjá Wow Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2018 17:00 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017. Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, jók hlutafé Wow Air um rúmlega helming fyrr á þessu ári þegar hann setti eignarhlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá breytti hann tveggja milljarða króna kröfum sínum á hendur Wow Air í hlutafé. Í dag birtist ný tilkynning í hlutafélagaskrá um hlutafjáraukningu í Wow Air en tilkynningin er dagsett 10. ágúst. Þar kemur fram að hlutafé í Wow Air hafi verið aukið um 54,8 miljónir huta. Umfang hlutafjár í félaginu var rúmlega 106,9 milljónir hluta en er rúmlega 161 milljón eftir breytinguna. Um er að ræða hlutafjáraukningu upp á 51 prósent. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa Wow Air snýr er hlutafjáraukningin tvíþætt. Annars vegar hafi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, sett 60 prósenta hlut sinn í fraktflutningafélaginu Cargo Express ehf. inn í Wow Air. Þá hafi hann breytt tveggja milljarða króna „kröfu sinni“ á hendur Wow Air í hlutafé en um var ræða kröfu Títan fjárfestingarfélags, sem er í hans eigu, á hendur Wow Air. Yfirleitt er ráðist í hlutafjáraukningu vegna endurfjármögnunar í þeim tilgangi að styrkja rekstur viðkomandi hlutafélags. Svanhvít sagði í skriflegu svari að markmiðið með hlutafjáraukningu í Wow Air hafi verið að styrkja stoðir félagsins. Þá hafi verið talið eðlilegt að færa rekstur Cargo Express ehf. inn í Wow Air vegna aukinna umsvifa síðarnefnda félagsins. „Með tilkomu fleiri breiðþota í flota félagsins er vægi fraktflutninga stöðugt að aukast og því töldum við eðlilegt að eignahluturinn væri beint undir Wow Air,“ segir Svanhvít. Rekstrarumhverfi flugfélaganna hefur verið erfitt vegna hækkandi olíuverðs, styrkingar krónunnar og mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið en 28 flugfélög fljúga til og frá Íslandi í sumar. Í sex mánaða uppgjöri Icelandair kom fram að félagið hefði tapað 6,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Í afkomutilkynningu sem Wow Air birti fyrr í sumar kom fram að félagið hefði tapað 22 milljónum dollara, jafnvirði 2,5 milljarða króna, á síðasta ári. Félagið hefur hins vegar ekki enn birt ársreikning fyrir árið 2017.
Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira