300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamennirnir greiddu sekt sína á lögreglustöðinni á Egilsstöðum í morgun. vísir/gva Frönsku ferðamönnunum sex, sem uppvísir urðu að utanvegaakstri á hálendinu um helgina, var gert að greiða samtals þrjú hundruð þúsund króna sekt fyrir brot sín. Þetta staðfestir Jónas Vilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Vísi.Sjá einnig: Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Vísir greindi frá málinu í gær en ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá. Þeir höfðu verið á ferð um veginn F910, einnig þekktur sem Austurleið, á þremur bílum. Jónas segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir hafi komið til skýrslutöku á lögreglustöðina á Egilsstöðum um klukkan ellefu í morgun. Málinu lauk með sektargreiðslu, hundrað þúsund krónum á hvern bíl. Samtals nemur sektin því þrjú hundruð þúsund krónum á hópinn og hafa ferðamennirnir þegar gengið frá greiðslu. „Það var aðeins farið yfir málin. Við erum ekki að fara að taka létt á svona hlutum, hvorki hjá Íslendingum né útlendingum. Þetta er það sem koma skal ef menn verða staðnir að svona brotum,“ segir Jónas um skýrslutökuna og sektargreiðslurnar í dag. Nokkuð bar á því að fólk teldi sektir á bilinu 50 til 500 þúsund krónur of lágar fyrir utanvegaakstursbrot, þar eð varðstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að sekt Frakkanna yrði lægri en sú sem samlandar þeirra við Kerlingafjöll greiddu í maí. Sú sekt nam 400 þúsund krónum, þ.e. 200 þúsund krónum á mann. Í því samhengi vísaði Jónas á ákæruvaldið, sem hefði sektarfjárhæðir á sinni könnu. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. 12. ágúst 2018 18:43 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Frönsku ferðamönnunum sex, sem uppvísir urðu að utanvegaakstri á hálendinu um helgina, var gert að greiða samtals þrjú hundruð þúsund króna sekt fyrir brot sín. Þetta staðfestir Jónas Vilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við Vísi.Sjá einnig: Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Vísir greindi frá málinu í gær en ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá. Þeir höfðu verið á ferð um veginn F910, einnig þekktur sem Austurleið, á þremur bílum. Jónas segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir hafi komið til skýrslutöku á lögreglustöðina á Egilsstöðum um klukkan ellefu í morgun. Málinu lauk með sektargreiðslu, hundrað þúsund krónum á hvern bíl. Samtals nemur sektin því þrjú hundruð þúsund krónum á hópinn og hafa ferðamennirnir þegar gengið frá greiðslu. „Það var aðeins farið yfir málin. Við erum ekki að fara að taka létt á svona hlutum, hvorki hjá Íslendingum né útlendingum. Þetta er það sem koma skal ef menn verða staðnir að svona brotum,“ segir Jónas um skýrslutökuna og sektargreiðslurnar í dag. Nokkuð bar á því að fólk teldi sektir á bilinu 50 til 500 þúsund krónur of lágar fyrir utanvegaakstursbrot, þar eð varðstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að sekt Frakkanna yrði lægri en sú sem samlandar þeirra við Kerlingafjöll greiddu í maí. Sú sekt nam 400 þúsund krónum, þ.e. 200 þúsund krónum á mann. Í því samhengi vísaði Jónas á ákæruvaldið, sem hefði sektarfjárhæðir á sinni könnu.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umhverfismál Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. 12. ágúst 2018 18:43 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58
Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. 12. ágúst 2018 18:43