Omarosa í vandræðum vegna upptöku Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 12:07 Omarosa Manigault Newman. Vísir/AP Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu. Donald Trump Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu.
Donald Trump Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira