Lögreglan hafði í mörgu að snúast á Fiskideginum mikla á Dalvík í gær. Eldur kviknaði á bryggjunni og voru alls 150 verkefni bókuð í dagbók lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
11 hraðakstursmál, 6 vímuakstursmál, 5 minniháttar fíkniefnamál, 6 kærur vegna brota á áfengislögum og nokkur mál vegna slagsmála, pústra og minniháttar skemmdarverka og þjófnaða.
6 gistu fangageymslur og þá aðallega vegna ölvunar.
Engin alvarleg umferðaróhöpp, slys eða líkamsárásir eru skráð á þessum tíma.
Mikið að gera hjá lögreglu á Fiskideginum mikla

Tengdar fréttir

Enginn í hættu vegna eldsins á Fiskideginum mikla
Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í Dalvík í gær. Eldur kom upp í bryggjunni en enginn hlaut skaða af honum.

Eldur kviknaði í bryggjunni á Dalvík
Eldur kom upp í bryggjunni á Dalvík upp úr miðnætti þar sem Fiskidagurinn mikli fór fram í dag.