Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 08:22 Trump er einn umdeildasti Bandaríkjaforseti allra tíma. Vísir/Getty Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira