Erfitt geti reynst að koma með barnið til landsins Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 19:21 Ísraelskt fyrirtæki sem hyggst bjóða Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun er ekki að fara í kringum íslensk lög á meðan eingöngu er boðið upp á starfsemina erlendis. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir foreldra geta lent í ákveðnum vandræðum við að koma með barnið hingað til lands. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz nordic hyggst bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi.Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2En innan Íslands er hún ólögeg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við Íslenska löggjöf. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild háskóla Íslands, segist í fljótu bragði ekki sjá neitt í íslenskum lögum sem banni þetta. „Íslensku lögin fjalla fyrst og fremst um tæknifrjóvgun sem framkvæmd er hér á landi. Það er bannað að framkvæma frjóvgunina hér í samhenginu staðgöngumæðrun, það er að segja tæknifrjóvgun á konu sem hyggst ganga með barn fyrir einhvern annan,” segir hún. Flækjustigin mismunandi Hún segir að fólk sem nýtir sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis geti lent í erfiðleikum með að koma með barnið hingað til lands. Nokkur mál hafi komið upp með mismunandi flækjustigum og í kjölfarið hafi vaknað flóknar spurningar um réttarstöðu barnsins hér á landi. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” bendir hún á. Aðspurð hvort það vanti skýrari reglur um staðgöngumæðrun hér á landi segir hún að óhætt sé að segja það. „Það var hvati að samið var frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þar var lagt upp með aðleyfa ákveðna tegund staðgöngumæðrunar. Jafnvel þó að menn væru ekki á því þá tel ég að það væri kostur að setja okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki, og líka tækjum afstöðu til hvernig við ætluðum að framfylgja slíku banni,” segir hún. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37 Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ísraelskt fyrirtæki sem hyggst bjóða Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun er ekki að fara í kringum íslensk lög á meðan eingöngu er boðið upp á starfsemina erlendis. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir foreldra geta lent í ákveðnum vandræðum við að koma með barnið hingað til lands. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz nordic hyggst bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi.Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2En innan Íslands er hún ólögeg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við Íslenska löggjöf. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild háskóla Íslands, segist í fljótu bragði ekki sjá neitt í íslenskum lögum sem banni þetta. „Íslensku lögin fjalla fyrst og fremst um tæknifrjóvgun sem framkvæmd er hér á landi. Það er bannað að framkvæma frjóvgunina hér í samhenginu staðgöngumæðrun, það er að segja tæknifrjóvgun á konu sem hyggst ganga með barn fyrir einhvern annan,” segir hún. Flækjustigin mismunandi Hún segir að fólk sem nýtir sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis geti lent í erfiðleikum með að koma með barnið hingað til lands. Nokkur mál hafi komið upp með mismunandi flækjustigum og í kjölfarið hafi vaknað flóknar spurningar um réttarstöðu barnsins hér á landi. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” bendir hún á. Aðspurð hvort það vanti skýrari reglur um staðgöngumæðrun hér á landi segir hún að óhætt sé að segja það. „Það var hvati að samið var frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þar var lagt upp með aðleyfa ákveðna tegund staðgöngumæðrunar. Jafnvel þó að menn væru ekki á því þá tel ég að það væri kostur að setja okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki, og líka tækjum afstöðu til hvernig við ætluðum að framfylgja slíku banni,” segir hún.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37 Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37
Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41