Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2018 13:28 Musk hefur oft agnúast út í skortsölumenn. Tveir þeirra hafa nú stefnt honum fyrir að reyna að hafa áhrif á hlutabréfaverð með óeðlilegum hætti. Vísir/Getty Skortsölumenn hafa stefnt rafbílaframleiðandanum Tesla og Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, fyrir það sem þeir telja vera markaðsmisnotkun og svik. Þeir vísa meðal annars til tísts Musk þar sem hann ýjaði að því að hann gæti tekið Tesla af markaði. Musk tísti um að hann hefði tryggt fjármögnun fyrir því að taka Tesla af markaði og greiða 72 milljarða dollara fyrir hluti í fyrirtækinu í vikunni. Þessa yfirlýsingu Musk telja stefnendurnir hafa verið misvísandi og hluti af tilraun til að rústa skortsölumönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Musk hafi í reynd blásið upp hlutabréfaverð í fyrirtækinu og brotið lög um verðbréf. Tesla hafi tekið þátt í því með því að leiðrétta ekki yfirlýsingu forstjórans. Verð á hlutum í Tesla hækkaði um 13% á milli daga eftir tíst Musk. Þetta hafi kostað skortsölumennina hundruð milljóna dollara. Skortsölumenn fá lánaða hluti í fyrirtækjum sem þeir telja yfirverðlagða og selja með það fyrir augum að kaupa hlutina aftur þegar þeir lækka í verði til að hagnast á viðskiptunum. Þeir hafa löngum verið þyrnir í augum Musk sem hefur gagnrýnt þá opinberlega. Tesla Tengdar fréttir Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skortsölumenn hafa stefnt rafbílaframleiðandanum Tesla og Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, fyrir það sem þeir telja vera markaðsmisnotkun og svik. Þeir vísa meðal annars til tísts Musk þar sem hann ýjaði að því að hann gæti tekið Tesla af markaði. Musk tísti um að hann hefði tryggt fjármögnun fyrir því að taka Tesla af markaði og greiða 72 milljarða dollara fyrir hluti í fyrirtækinu í vikunni. Þessa yfirlýsingu Musk telja stefnendurnir hafa verið misvísandi og hluti af tilraun til að rústa skortsölumönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Musk hafi í reynd blásið upp hlutabréfaverð í fyrirtækinu og brotið lög um verðbréf. Tesla hafi tekið þátt í því með því að leiðrétta ekki yfirlýsingu forstjórans. Verð á hlutum í Tesla hækkaði um 13% á milli daga eftir tíst Musk. Þetta hafi kostað skortsölumennina hundruð milljóna dollara. Skortsölumenn fá lánaða hluti í fyrirtækjum sem þeir telja yfirverðlagða og selja með það fyrir augum að kaupa hlutina aftur þegar þeir lækka í verði til að hagnast á viðskiptunum. Þeir hafa löngum verið þyrnir í augum Musk sem hefur gagnrýnt þá opinberlega.
Tesla Tengdar fréttir Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30