Sjá einnig: Kanye West í skrautlegu viðtali hjá Kimmel: „Allt sem ég segi er frábært“
Kanye hefur áður lýst yfir stuðningi við Trump, og hefur hann ítrekað verndað hann, og þá frekar persónuleika hans heldur en pólitík, á Twitter og í viðtölum.
Sjá einnig: Hvað er í gangi hjá Kanye West?
Kanye sagði við Kimmel að „sem svartur tónlistarmaður, reyndu allir í kringum mig að velja kandídata fyrir mig og sögðu mér síðan að mér gæti ekki líkað vel við Trump.“
„Mér líkar í raun og veru vel við það að finna fyrir reiði frá fólki gagnvart mér,“ sagði Kanye í tengslum við stuðning hans opinberlega við Donald Trump.
Donald Trump var hæstánægður með ummæli Kanye og sagði á Twitter í gær að hann „vill þakka Kanye fyrir það að hann sé viljugur til þess að segja sannleikann.“ Trump greinir einnig frá því að atvinnuleysi svartra Bandaríkjamanna sé í sögulegu lágmarki. Að lokum þakkar hann Kanye fyrir stuðninginn og segir hann skipta miklu máli.
Thank you to Kanye West and the fact that he is willing to tell the TRUTH. One new and great FACT - African American unemployment is the lowest ever recorded in the history of our Country. So honored by this. Thank you Kanye for your support. It is making a big difference!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 10, 2018