Segir lausnina vera lítinn plástur á stórt vandamál Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. ágúst 2018 08:00 Úr gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Fréttablaðið/Anton Brink Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28
Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30
Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04