Hútar fagna ákalli um óháða rannsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2018 10:15 Jemenar virða fyrir sér rútuna sem eyðilagðist. Um fjörutíu börn eru sögð hafa farist í árásinni. Vísir/EPA Jemen Hútar, uppreisnarsamtökin sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir stjórn Sádi-Araba og ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær ákalli Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka skuli sérstaklega loftárásir hernaðarbandalagsins sem urðu tugum að bana á fimmtudag. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi árásina á fimmtudaginn og kallaði eftir óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfirlýsingu frá Farhan Haq, upplýsingafulltrúa Guterres, kom fram að meirihluti fórnarlamba hafi verið börn á milli tíu og þrettán ára gömul. Framkvæmdastjórinn kallaði jafnframt eftir því að alþjóðalög séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð þegar árásir eru gerðar. „Við fögnum ákalli framkvæmdastjórans og erum tilbúin til samvinnu,“ sagði Mohammed Ali al-Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta, á Twitter. Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu viðbrögð eru til komin þar sem rúta, sem flutti börn á leið á sumarnámskeið, varð fyrir skothríðinni. Tugir barna fórust og særðust. Í kjölfarið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa verið fullkomlega lögmæta og sögðu Húta skýla sér á bak við börn. Sádi-Arabar sögðust í gær þó ætla að rannsaka málið sjálfir. Ríkismiðillinn SPA hafði eftir embættismanni að hernaðarbandalagið myndi rannsaka allar ásakanir um mistök og brot á alþjóðalögum svo að hægt verði að refsa þeim sem ollu umræddum skaða. Í gær sagði svo Henrietta Fore, framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ (UNICEF), að árásirnar mörkuðu svartasta daginn í stríðinu. „En spurningin nú er sú hvort atburðurinn marki einnig vendipunkt. Hvort þetta augnablik sé til þess fallið að þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggisráðið og alþjóðasamfélagið að gera hið rétta í stöðunni og binda enda á átökin,“ sagði Fore enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Jemen Hútar, uppreisnarsamtökin sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir stjórn Sádi-Araba og ríkisstjórn Abdrabbuhs Mansurs Hadi forseta í Jemen, fögnuðu í gær ákalli Sameinuðu þjóðanna um að rannsaka skuli sérstaklega loftárásir hernaðarbandalagsins sem urðu tugum að bana á fimmtudag. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi árásina á fimmtudaginn og kallaði eftir óháðri rannsókn hið fyrsta. Í yfirlýsingu frá Farhan Haq, upplýsingafulltrúa Guterres, kom fram að meirihluti fórnarlamba hafi verið börn á milli tíu og þrettán ára gömul. Framkvæmdastjórinn kallaði jafnframt eftir því að alþjóðalög séu virt og að fyllsta aðgát sé höfð þegar árásir eru gerðar. „Við fögnum ákalli framkvæmdastjórans og erum tilbúin til samvinnu,“ sagði Mohammed Ali al-Houthi, leiðtogi byltingarráðs Húta, á Twitter. Loftárásir Sádi-Araba í Jemen eru ekki nýjar af nálinni en þessi hörðu viðbrögð eru til komin þar sem rúta, sem flutti börn á leið á sumarnámskeið, varð fyrir skothríðinni. Tugir barna fórust og særðust. Í kjölfarið sögðu Sádi-Arabar árásina hafa verið fullkomlega lögmæta og sögðu Húta skýla sér á bak við börn. Sádi-Arabar sögðust í gær þó ætla að rannsaka málið sjálfir. Ríkismiðillinn SPA hafði eftir embættismanni að hernaðarbandalagið myndi rannsaka allar ásakanir um mistök og brot á alþjóðalögum svo að hægt verði að refsa þeim sem ollu umræddum skaða. Í gær sagði svo Henrietta Fore, framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ (UNICEF), að árásirnar mörkuðu svartasta daginn í stríðinu. „En spurningin nú er sú hvort atburðurinn marki einnig vendipunkt. Hvort þetta augnablik sé til þess fallið að þrýsta á stríðandi fylkingar, öryggisráðið og alþjóðasamfélagið að gera hið rétta í stöðunni og binda enda á átökin,“ sagði Fore enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13