Dálítið leikhús Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 11:00 María Lovísa á vinnustofu sinni. Hún er byrjuð að leggja drög að haustlínunni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fyrir einu og hálfu ári lokaði María Lovísa Ragnarsdóttir fataverslun sinni neðarlega á Skólavörðustíg og flutti í Tjarnarbyggð í úthverfi Selfoss. Þar hannar hún nú föt sín á vinnustofu sinni, auk þess sem hún rekur gistiheimili á sama stað. María Lovísa hefur lengi átt dyggan hóp viðskiptavina og verslunin á Skólavörðustíg virtist ganga vel, en skyndilega varð breyting á. „Lokun gatna í miðbænum varð til þess að íslensku konurnar hættu að koma þangað. Mínir viðskiptavinir eru frá fertugu og upp úr. Eldri dömurnar eru vanar að geta keyrt í bæinn og lagt bíl nálægt þeim verslunum sem þær ætla að sækja. Á sumrin var Skólavörðustígnum lokað og sett stærðar skilti upp eftir allri götu þannig að ekki sást í búðina. Það var eins og tívolí væri í miðjum bæ,“ segir María Lovísa. Hún segir að erlendum viðskiptavinum hafi einnig fækkað vegna styrkingar krónunnar. Við þetta bættist að hún bjó á Selfossi og keyrði nær daglega til vinnu í Reykjavík. „Ég var orðin þreytt á þessum keyrslum, sérstaklega á veturna, og þegar kúnnarnir hættu að koma í jafn miklum mæli og áður ákvað ég að loka búðinni. Það eru mjög margir eigendur hönnunarverslana flúnir úr miðbænum og hafa komið sér fyrir í Síðumúla og Ármúla. Miðbærinn er farinn að samanstanda aðallega af túristabúðum, hótelum og veitingastöðum.“Líður vel í sveitasælu María Lovísa segist hafa nóg að gera á Selfossi, sérstaklega eftir að rekstur gistiheimilisins fór í gang. „Ég hóf reksturinn fyrir einum og hálfum mánuði og pantanir eru ágætar en ég vil hafa þær fleiri. Þetta kemur allt saman, fyrsta árið fer í að koma sér í gang.“ Hún segir dásamlegt að búa og starfa í sveitasælu. Þar heldur hún hesta, en reiðvegir eru í hverfinu. „Undanfarið hef ég ekki getað sinnt hestamennskunni eins og ég vildi vegna anna. Það er óskaplega gaman að vera í hestamennsku og hestarnir hafa allir sinn karakter. Sá elsti er mikill herra og velur sér stundir til að koma til mín, en svo er hryssa, nafna mín María, og hún er alltaf að dilla sér utan í mann.“ Viljugir viðskiptavinir Á vinnustofu sinni hannar María Lovísa föt á sína föstu viðskiptavini. Tveir þeirra komu frá Reykjavík meðan blaðamaður var á staðnum og fleiri voru á leiðinni. „Ég er mjög ánægð með hvað viðskiptavinir mínir eru viljugir að koma við hjá mér,“ segir hún. Sérhannaðar peysur hennar eru síðan til sölu í nokkrum verslunum í Reykjavík og njóta sérstakra vinsælda meðal útlendinga. María Lovísa hefur starfað við hönnun í áratugi. „Ég útskrifaðist úr hönnunarskóla í Danmörku árið 1980 og byrjaði að vinna við hönnun hér heima hjá fyrirtæki árið 1981 og vann mikið með ull. Draumurinn var að stofna mína eigin búð og það gerði ég árið 1982. Þessi bransi er erfiður og ég sé hönnuði byrja og hætta. Það er ekki hlaupið að því að vera í þessum bransa. Ég er alveg hissa hvað ég hef enst,“ segir hún. Nú er hún að huga að haustlínunni og þar verða glæsilegar svartar kápur áberandi. Alltaf klassísk efni Fötin sem María Lovísa hannar eru klassísk og það er erfitt að sjá þau fara úr tísku. „Svart og hvítt eru eiginlega mínir litir. Svo kaupi ég alltaf klassísk efni. Ég fer svolítið eftir tískustraumum og svo hef ég minn smekk sem kúnnarnir eru hrifnir af og þeir eru búnir að vera tryggir í gegnum árin,“ segir hún. „Ég var einu sinni beðin um að lýsa minni eigin hönnun en ég gat það ekki. Þá sagði viðkomandi kona: „Það er dálítið leikhús í þinni hönnun.“ Það er alveg rétt, hönnun mín er einmitt dálítið leikhús.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Fyrir einu og hálfu ári lokaði María Lovísa Ragnarsdóttir fataverslun sinni neðarlega á Skólavörðustíg og flutti í Tjarnarbyggð í úthverfi Selfoss. Þar hannar hún nú föt sín á vinnustofu sinni, auk þess sem hún rekur gistiheimili á sama stað. María Lovísa hefur lengi átt dyggan hóp viðskiptavina og verslunin á Skólavörðustíg virtist ganga vel, en skyndilega varð breyting á. „Lokun gatna í miðbænum varð til þess að íslensku konurnar hættu að koma þangað. Mínir viðskiptavinir eru frá fertugu og upp úr. Eldri dömurnar eru vanar að geta keyrt í bæinn og lagt bíl nálægt þeim verslunum sem þær ætla að sækja. Á sumrin var Skólavörðustígnum lokað og sett stærðar skilti upp eftir allri götu þannig að ekki sást í búðina. Það var eins og tívolí væri í miðjum bæ,“ segir María Lovísa. Hún segir að erlendum viðskiptavinum hafi einnig fækkað vegna styrkingar krónunnar. Við þetta bættist að hún bjó á Selfossi og keyrði nær daglega til vinnu í Reykjavík. „Ég var orðin þreytt á þessum keyrslum, sérstaklega á veturna, og þegar kúnnarnir hættu að koma í jafn miklum mæli og áður ákvað ég að loka búðinni. Það eru mjög margir eigendur hönnunarverslana flúnir úr miðbænum og hafa komið sér fyrir í Síðumúla og Ármúla. Miðbærinn er farinn að samanstanda aðallega af túristabúðum, hótelum og veitingastöðum.“Líður vel í sveitasælu María Lovísa segist hafa nóg að gera á Selfossi, sérstaklega eftir að rekstur gistiheimilisins fór í gang. „Ég hóf reksturinn fyrir einum og hálfum mánuði og pantanir eru ágætar en ég vil hafa þær fleiri. Þetta kemur allt saman, fyrsta árið fer í að koma sér í gang.“ Hún segir dásamlegt að búa og starfa í sveitasælu. Þar heldur hún hesta, en reiðvegir eru í hverfinu. „Undanfarið hef ég ekki getað sinnt hestamennskunni eins og ég vildi vegna anna. Það er óskaplega gaman að vera í hestamennsku og hestarnir hafa allir sinn karakter. Sá elsti er mikill herra og velur sér stundir til að koma til mín, en svo er hryssa, nafna mín María, og hún er alltaf að dilla sér utan í mann.“ Viljugir viðskiptavinir Á vinnustofu sinni hannar María Lovísa föt á sína föstu viðskiptavini. Tveir þeirra komu frá Reykjavík meðan blaðamaður var á staðnum og fleiri voru á leiðinni. „Ég er mjög ánægð með hvað viðskiptavinir mínir eru viljugir að koma við hjá mér,“ segir hún. Sérhannaðar peysur hennar eru síðan til sölu í nokkrum verslunum í Reykjavík og njóta sérstakra vinsælda meðal útlendinga. María Lovísa hefur starfað við hönnun í áratugi. „Ég útskrifaðist úr hönnunarskóla í Danmörku árið 1980 og byrjaði að vinna við hönnun hér heima hjá fyrirtæki árið 1981 og vann mikið með ull. Draumurinn var að stofna mína eigin búð og það gerði ég árið 1982. Þessi bransi er erfiður og ég sé hönnuði byrja og hætta. Það er ekki hlaupið að því að vera í þessum bransa. Ég er alveg hissa hvað ég hef enst,“ segir hún. Nú er hún að huga að haustlínunni og þar verða glæsilegar svartar kápur áberandi. Alltaf klassísk efni Fötin sem María Lovísa hannar eru klassísk og það er erfitt að sjá þau fara úr tísku. „Svart og hvítt eru eiginlega mínir litir. Svo kaupi ég alltaf klassísk efni. Ég fer svolítið eftir tískustraumum og svo hef ég minn smekk sem kúnnarnir eru hrifnir af og þeir eru búnir að vera tryggir í gegnum árin,“ segir hún. „Ég var einu sinni beðin um að lýsa minni eigin hönnun en ég gat það ekki. Þá sagði viðkomandi kona: „Það er dálítið leikhús í þinni hönnun.“ Það er alveg rétt, hönnun mín er einmitt dálítið leikhús.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira