Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 18:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt Tyrki til að nota allt gull og alla dali sem þeir eiga til að kaupa lírur, gjaldmiðil Tyrklands. Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. Erdogan hélt ræðu í dag þar sem hann sagði „stuðningsmenn“ valdaránsins beita öðrum leiðum til að ráðast á Tyrkland í kjölfar endurkjörs hans sem forseta. Hann sakaði einnig hulduhópa um að reyna að fella efnahag Tyrklands. Því biðlaði hann til þjóðarstolts Tyrkja.„Ef einhver á dali eða gull undir koddanum, ætti sá að skipta þeim fyrir lírur. Þetta er barátta þjóðarinnar,“ sagði Erdogan. Samkvæmt BBC hefur virði lírunnar lækkað um fimmtung í dag. Fjármálaráðuneyti Tyrklands sagði tolla Trump brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.Samband Tyrklands og Bandaríkjanna, sem eru bæði í Atlantshafsbandalaginu, hefur beðið hnekki að undanförnu og má að mestu rekja það til handtöku bandaríska prestsins, Andrew Brunson, í Tyrklandi og réttarhalda yfir honum. Hann hefur verið sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök en Tyrkir hafa viljað skipta á honum og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Tyrkir hafa einnig verið á móti stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda og voru ósáttir við nýjar viðskiptaþvinganir gegn Íran en Tyrkir fá um helming olíu sinnar þaðan. Skömmu eftir að Trump tilkynnti tollana í tísti ræddi Erdogan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Forsetaembætti Rússlands gaf svo í kjölfarið út tilkynningu um að forsetarnir hefðu rætt um efnahagsmál og viðskiptatengsl ríkjanna. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt Tyrki til að nota allt gull og alla dali sem þeir eiga til að kaupa lírur, gjaldmiðil Tyrklands. Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. Erdogan hélt ræðu í dag þar sem hann sagði „stuðningsmenn“ valdaránsins beita öðrum leiðum til að ráðast á Tyrkland í kjölfar endurkjörs hans sem forseta. Hann sakaði einnig hulduhópa um að reyna að fella efnahag Tyrklands. Því biðlaði hann til þjóðarstolts Tyrkja.„Ef einhver á dali eða gull undir koddanum, ætti sá að skipta þeim fyrir lírur. Þetta er barátta þjóðarinnar,“ sagði Erdogan. Samkvæmt BBC hefur virði lírunnar lækkað um fimmtung í dag. Fjármálaráðuneyti Tyrklands sagði tolla Trump brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.Samband Tyrklands og Bandaríkjanna, sem eru bæði í Atlantshafsbandalaginu, hefur beðið hnekki að undanförnu og má að mestu rekja það til handtöku bandaríska prestsins, Andrew Brunson, í Tyrklandi og réttarhalda yfir honum. Hann hefur verið sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök en Tyrkir hafa viljað skipta á honum og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Tyrkir hafa einnig verið á móti stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda og voru ósáttir við nýjar viðskiptaþvinganir gegn Íran en Tyrkir fá um helming olíu sinnar þaðan. Skömmu eftir að Trump tilkynnti tollana í tísti ræddi Erdogan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Forsetaembætti Rússlands gaf svo í kjölfarið út tilkynningu um að forsetarnir hefðu rætt um efnahagsmál og viðskiptatengsl ríkjanna.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira