Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Jemenskt barn fær aðhlynningu á sjúkrahúsi í Saada-fylki en 29 börn létust í loftárásinni. Vísir/AFP Sádiarabíski herinn og bandamenn hans í stríðinu í Jemen felldu í gær tugi í loftárásum á Saada-fylki. Á meðal fórnarlamba árásanna voru börn sem ferðuðust saman í rútu. Frá þessu greindi alþjóðaráð Rauða krossins. „Tugir eru fallnir og hinir særðu fá aðhlynningu [...] Meirihluti sjúklinganna er undir tíu ára aldri,“ tísti ráðið. Ráðið sagði starfsmenn reyna að bjarga eins mörgum og unnt væri. Hins vegar héldi tala látinna áfram að hækka. Nú þegar hafi verið tekið á móti líkum 29 barna, allra innan við fimmtán ára, og 48 særðum, þar af 30 börnum. Sádi-Arabar sögðust í gær hafa beint árásinni að eldflaugaskotpöllum sem notaðir hafa verið til að skjóta á sádiarabísku borgina Jizan. Voru Hútar, uppreisnarmennirnir sem hernaðarbandalagið berst gegn í Jemen, jafnframt sakaðir um að nota börn til að skýla sér fyrir skothríðinni. „Árás dagsins í Saada var lögmæt hernaðaraðgerð og var gerð í samræmi við alþjóðalög,“ sagði í yfirlýsingu hersins sem birtist á ríkisfréttastöðinni SPA. Al-Masirah, sjónvarpsstöð Húta, sagði á Twitter í gær að 39 hefðu fallið í árásunum og 51 særst. Hútar vildu þó ekki svara ásökunum Sádi-Araba um að hafa notað börn sér til varnar. Sagði miðillinn börnin í rútunni hafa verið á leið á námskeið um Kóraninn.Stærsti hluti jemensku þjóðarinnar býr við afar þröngan kost.Vísir/GettyLoftárásir voru einnig gerðar á hafnarborgina Hodeidah síðasta fimmtudag. Fórust þá 55 í árásum hernaðarbandalagsins að því er uppreisnarmenn greindu frá. Tala látinna var þó nokkuð á reiki, Reuters sagði 28 hafa fallið en kínverski miðillinn Xinhua sjötíu. Í kjölfarið bauð Martin Griffiths, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Jemen, fylkingunum til friðarviðræðna í Sviss. Óvíst er hvort þær viðræður bera árangur, en síðustu viðræður fóru fram í Kúveit fyrir tveimur árum. Mæti sendifulltrúar fylkinganna til viðræðna munu þær hefjast þann 6. september næstkomandi í Genf. Hernaðarbandalagið hefur gert fjölda loftárása á Jemen undanfarið. Samkvæmt Al Jazeera voru 258 árásir gerðar í júnímánuði einum. Þar af þriðjungur á skotmörk ótengd hernaði. Yemen Data Project greindi frá því að 24 árásir hafi verið gerðar á íbúabyggð, þrjár á vatns- og rafmagnsinnviði og þrjár á sjúkrahús. AP greindi frá því fyrr í vikunni að hernaðarbandalagið hafi gert leynilega samninga við hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen og ráðið til sín hermenn úr þeirra röðum. Heimildarmenn sögðu frá því að Bandaríkjamenn, sem styðja hernaðarbandalagið, hafi vitað af samningnum en þeir eiga sjálfir í átökum við samtökin. Bandaríkin hafi í þokkabót hætt drónaárásum á al-Kaída á meðan á viðræðunum stóð. Þessu neitaði talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Sádiarabíski herinn og bandamenn hans í stríðinu í Jemen felldu í gær tugi í loftárásum á Saada-fylki. Á meðal fórnarlamba árásanna voru börn sem ferðuðust saman í rútu. Frá þessu greindi alþjóðaráð Rauða krossins. „Tugir eru fallnir og hinir særðu fá aðhlynningu [...] Meirihluti sjúklinganna er undir tíu ára aldri,“ tísti ráðið. Ráðið sagði starfsmenn reyna að bjarga eins mörgum og unnt væri. Hins vegar héldi tala látinna áfram að hækka. Nú þegar hafi verið tekið á móti líkum 29 barna, allra innan við fimmtán ára, og 48 særðum, þar af 30 börnum. Sádi-Arabar sögðust í gær hafa beint árásinni að eldflaugaskotpöllum sem notaðir hafa verið til að skjóta á sádiarabísku borgina Jizan. Voru Hútar, uppreisnarmennirnir sem hernaðarbandalagið berst gegn í Jemen, jafnframt sakaðir um að nota börn til að skýla sér fyrir skothríðinni. „Árás dagsins í Saada var lögmæt hernaðaraðgerð og var gerð í samræmi við alþjóðalög,“ sagði í yfirlýsingu hersins sem birtist á ríkisfréttastöðinni SPA. Al-Masirah, sjónvarpsstöð Húta, sagði á Twitter í gær að 39 hefðu fallið í árásunum og 51 særst. Hútar vildu þó ekki svara ásökunum Sádi-Araba um að hafa notað börn sér til varnar. Sagði miðillinn börnin í rútunni hafa verið á leið á námskeið um Kóraninn.Stærsti hluti jemensku þjóðarinnar býr við afar þröngan kost.Vísir/GettyLoftárásir voru einnig gerðar á hafnarborgina Hodeidah síðasta fimmtudag. Fórust þá 55 í árásum hernaðarbandalagsins að því er uppreisnarmenn greindu frá. Tala látinna var þó nokkuð á reiki, Reuters sagði 28 hafa fallið en kínverski miðillinn Xinhua sjötíu. Í kjölfarið bauð Martin Griffiths, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Jemen, fylkingunum til friðarviðræðna í Sviss. Óvíst er hvort þær viðræður bera árangur, en síðustu viðræður fóru fram í Kúveit fyrir tveimur árum. Mæti sendifulltrúar fylkinganna til viðræðna munu þær hefjast þann 6. september næstkomandi í Genf. Hernaðarbandalagið hefur gert fjölda loftárása á Jemen undanfarið. Samkvæmt Al Jazeera voru 258 árásir gerðar í júnímánuði einum. Þar af þriðjungur á skotmörk ótengd hernaði. Yemen Data Project greindi frá því að 24 árásir hafi verið gerðar á íbúabyggð, þrjár á vatns- og rafmagnsinnviði og þrjár á sjúkrahús. AP greindi frá því fyrr í vikunni að hernaðarbandalagið hafi gert leynilega samninga við hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen og ráðið til sín hermenn úr þeirra röðum. Heimildarmenn sögðu frá því að Bandaríkjamenn, sem styðja hernaðarbandalagið, hafi vitað af samningnum en þeir eiga sjálfir í átökum við samtökin. Bandaríkin hafi í þokkabót hætt drónaárásum á al-Kaída á meðan á viðræðunum stóð. Þessu neitaði talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent