Færri fá barnabætur en áður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 19:00 ASÍ hefur bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um tólf þúsund frá árinu 2013. Fréttablaðið/Ernir Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrgði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðu og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og lághlaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,” segir Sólveig Anna.Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar Fréttablaðið/AntonNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um tólf þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin í útaf tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu.Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira
Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrgði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðu og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og lághlaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,” segir Sólveig Anna.Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar Fréttablaðið/AntonNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um tólf þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin í útaf tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu.Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira