„Ísland gæti verið hættulegasti staðurinn í Evrópu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 13:30 Mörg þúsund ferðamenn skoða gullfoss í hverri viku. Vísir/Vilhelm „Ísland gæti verið hættulegasti staðurinn í Evrópu.“ Svona hefst umfjöllun Seattle Times um Ísland en þar er einfaldlega farið yfir tíu atriði sem gætu drepið mann hér á landi. Ferðamenn flykkjast til landsins og fara þeir ekkert alltaf nægilega varlega við erfiðar aðstæður. Líklega vegna þess að þeir þekkja ekki umræddar aðstæður. Hér að neðan má sjá þessi tíu atriði sem fólk ætti að varast hér á landi.1. Vindurinn: Hvassviðri getur einkennt veðrið hér á landi. Erfitt getur verið að ganga um í miklum vind og hvað þá að keyra um landið. Þetta getur verið hættulegt. Höfundur greinarinnar talar um 20 dollara aukagjald á bílaleigubílinn vegna möguleika á skemmdum tengdum vindi og sandstormi.2. Hálka: Mikil hálka getur verið víðsvegar um landið og reynist oft erfitt fyrir ferðamenn að ganga um. Gönguleiðir úti á landi geta hreinlega verið hættulegar vegna hálku.3. Að týnast: Það getur verið auðvelt að týnast úti á landi á Íslandi. Ef ferðamenn lenda í því að bílaleigubíllinn bili og því er sniðugt að ferðast ávallt með aukasett af fatnaði og mjög hlý föt. Til öryggis er gott að vera með útprentað kort, í stað þess að treysta alfarið á farsímann eða gps-tækið.4. Öldugangur: Greinahöfundur talar aðallega um strendur á Suðurlandinu þar sem öldugangurinn getur verið hættulegur. Öldurnar gefa ekki boð á undan sér og geta tekið fólk með sér út á sjá á einu augabragði.5. Slæmar öryggisráðstafanir: Á Íslandi er lítið um skilti sem gefa til kynna hættu. Ekki er mikið um kaðla til að halda sér í þegar fólk gengur á hættulegum göngustígum. Greinahöfundur ítrekar við sína lesendur að fara mjög varlega við þær aðstæður á Íslandi.6. Sjóðandi heitt vatn: Vatn á Íslandi getur verið sjóðandi heitt og virðast ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því þegar ferðast er í kringum landið. Höfundur greinarinnar talar sérstaklega um fáar merkingar í tengslum við þetta vandamál. Sennilega eru merkingar góðar í kringum Geysi en svo virðist vera að svo sé ekki alls staðar og það getur skapað mikla hættu.7. Snjóflóðahætta: Greinahöfundur talar um að Íslendingar hafi horft alvarlegum augum á snjóflóðahættu frá árinu 1995 þegar snjóflóðið í Súðavík og Flateyri féllu. Mikil hætta skapast aftur á móti í kringum snjóflóð og þá sérstaklega á Vestfjörðum.8. Eldgos: Í greininni kemur fram að eldgos eigi sér stað á þriggja til fjögurra ára fresti hér á landi og þá með tilheyrandi hættu. Hvort sem það séu eldheitt hraun, aska eða eiturgufur, þá sé það allt mjög hættulegt. 9. Vetrarakstur: „Ég mæli með að ferðamenn forðist það eins og heitan eldinn að aka sjálfir um landið um vetur,“ skrifar greinahöfundur. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið getur verið mjög hættulegt að aka um landið um vetur. 10. Fallegt útsýni getur tekið frá þér athyglina: Þegar ferðamenn skoða landið akandi um á bifreið getur fallegt útsýni í raun verið hættulegt þar sem fólk virðist taka augun af veginum og getur það reynst mjög hættulegt. Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
„Ísland gæti verið hættulegasti staðurinn í Evrópu.“ Svona hefst umfjöllun Seattle Times um Ísland en þar er einfaldlega farið yfir tíu atriði sem gætu drepið mann hér á landi. Ferðamenn flykkjast til landsins og fara þeir ekkert alltaf nægilega varlega við erfiðar aðstæður. Líklega vegna þess að þeir þekkja ekki umræddar aðstæður. Hér að neðan má sjá þessi tíu atriði sem fólk ætti að varast hér á landi.1. Vindurinn: Hvassviðri getur einkennt veðrið hér á landi. Erfitt getur verið að ganga um í miklum vind og hvað þá að keyra um landið. Þetta getur verið hættulegt. Höfundur greinarinnar talar um 20 dollara aukagjald á bílaleigubílinn vegna möguleika á skemmdum tengdum vindi og sandstormi.2. Hálka: Mikil hálka getur verið víðsvegar um landið og reynist oft erfitt fyrir ferðamenn að ganga um. Gönguleiðir úti á landi geta hreinlega verið hættulegar vegna hálku.3. Að týnast: Það getur verið auðvelt að týnast úti á landi á Íslandi. Ef ferðamenn lenda í því að bílaleigubíllinn bili og því er sniðugt að ferðast ávallt með aukasett af fatnaði og mjög hlý föt. Til öryggis er gott að vera með útprentað kort, í stað þess að treysta alfarið á farsímann eða gps-tækið.4. Öldugangur: Greinahöfundur talar aðallega um strendur á Suðurlandinu þar sem öldugangurinn getur verið hættulegur. Öldurnar gefa ekki boð á undan sér og geta tekið fólk með sér út á sjá á einu augabragði.5. Slæmar öryggisráðstafanir: Á Íslandi er lítið um skilti sem gefa til kynna hættu. Ekki er mikið um kaðla til að halda sér í þegar fólk gengur á hættulegum göngustígum. Greinahöfundur ítrekar við sína lesendur að fara mjög varlega við þær aðstæður á Íslandi.6. Sjóðandi heitt vatn: Vatn á Íslandi getur verið sjóðandi heitt og virðast ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því þegar ferðast er í kringum landið. Höfundur greinarinnar talar sérstaklega um fáar merkingar í tengslum við þetta vandamál. Sennilega eru merkingar góðar í kringum Geysi en svo virðist vera að svo sé ekki alls staðar og það getur skapað mikla hættu.7. Snjóflóðahætta: Greinahöfundur talar um að Íslendingar hafi horft alvarlegum augum á snjóflóðahættu frá árinu 1995 þegar snjóflóðið í Súðavík og Flateyri féllu. Mikil hætta skapast aftur á móti í kringum snjóflóð og þá sérstaklega á Vestfjörðum.8. Eldgos: Í greininni kemur fram að eldgos eigi sér stað á þriggja til fjögurra ára fresti hér á landi og þá með tilheyrandi hættu. Hvort sem það séu eldheitt hraun, aska eða eiturgufur, þá sé það allt mjög hættulegt. 9. Vetrarakstur: „Ég mæli með að ferðamenn forðist það eins og heitan eldinn að aka sjálfir um landið um vetur,“ skrifar greinahöfundur. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið getur verið mjög hættulegt að aka um landið um vetur. 10. Fallegt útsýni getur tekið frá þér athyglina: Þegar ferðamenn skoða landið akandi um á bifreið getur fallegt útsýni í raun verið hættulegt þar sem fólk virðist taka augun af veginum og getur það reynst mjög hættulegt.
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“