Karlkyns tennisleikmenn fara oft úr bolum sínum á meðan leikjum standa og þeir fá aldrei refsingar. Cornet var furðu lostinn yfir refsingunni og hefur málið vakið mikla umræðu um kynjamisrétti.
Reglur tennissambandsins segja að kvenkyns leikmenn megi ekki breyta klæðnaði sínum á meðan leik stendur. Engar slíkar reglur eru til um karlana.
Hitinn í New York hefur reynst tennisfólkinu erfiður og skiptu bæði Novak Djokovic og Roger Federer um bol í leikjum sínum í gær án þess að það hefði neina eftirmála. Vegna hitans fá leikmenn tíu mínútna hlé á leikjunum. Cornet kom til baka úr hléinu á leik sinum og Johanna Larsson og sá að bolur hennar snéri öfugt.
Í stað þess að biðja um lengra hlé til þess að snúa aftur til búningsherbergis og laga bolinn ákvað hún að fara snöggt úr honum og fara svo rétt í bolinn. Ferlið tók í kringum 10 sekúndur.
Þegar hún ætlaði að gera sig tilbúna til þess að byrja leikinn aftur refsaði dómarinn Christian Rask henni fyrir óíþróttamannslega hegðun þar sem sást í toppinn sem hún var í innan undir bolnum.
Atvikið hefur vakið mikla reiði og hefur verið kallað eftir reglubreytingum. Á meðal þeirra sem gagnrýndu atvikið er tennisþjálfarinn Judy Murray, móðir stórstjörnunnar Andy Murray.
Female player punished for taking her top off during US Open, sparking sexism row pic.twitter.com/7sGCDbDlLx
— The Independent (@Independent) August 29, 2018