Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 12:30 Frá Garðabæ. Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gærkvöldi að hún hefði til rannsóknar tvö ný tilvik þar sem ráðist var á stúlkur á gangi í Garðabæ. Eru því alls fimm sambærilegar árásir til rannsóknar hjá lögreglu. Nýjustu atvikin áttu sér stað á milli klukkan fjögur og sex, síðdegis í gær og var þetta á svipuðum stað og þar sem ráðist var á stúlku á fimmtudag, en það var á göngustíg við Arnarnesmýri, meðfram Gullakri og Góðakri. Allar stúlkurnar sem veist hefur verið að eru á svipuðum aldri, eða um átta til tíu ára gamlar. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti önnur árásin í gær sér stað á leikvelli milli Holtsbúðar og Reykjanesbrautar. Árásarmaðurinn hafi verið á unglingsaldri, klæddur grárri hettupeysu, svörtum gallabuxum og svörtum strigaskóm. Stúlkan hafi verið að leik með vinkonu sinni þegar maðurinn greip hana og dró á bak við hól á leikvellinum. Þegar stúlkan öskraði sleppti hann takinu.Málið er í forgangi hjá lögreglu.Vísir/VilhelmKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir gengið út frá því að sami maður sé að verki. „Við nálgumst málið út frá því að þessi tilvik séu öll tengd. Við höfum samt ekki útilokað að það geti verið um fleiri en einn að ræða en við höfum þó hallast að því að þetta sé með þessum hætti,“ segir Karl Steinar. Hann segir rannsóknina þokast áfram en enginn hefur þó verið kallaður í skýrslutöku. „Við erum að vinna úr ábendingum og upplýsingum sem eru núna fyrirliggjandi. Við erum alla vega að setja allt það sem við eigum í þetta í augnablikinu. Þetta er í algjörum forgangi hjá okkur.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið mikinn ugg meðal íbúa í hverfinu og óttast sum börn að vera ein á ferli. Telja íbúar sem fréttastofa ræddi við að meira mætti leggja í eftirlit á svæðinu. Karl Steinar segir eftirlitið hafa verið aukið til muna. „Það er aukinn þungi og hann er að aukast með hverjum deginum. Við erum ekkert að gefa eftir í því.“En íbúar hafa gert athugasemdir við að þarna séu einungis lögreglumenn á bílum. Hins vegar þurfi að fara fótgangangi að þessu svæði? „Þarna hafa verið fullt af fótgangandi lögreglumönnum. Þeir hafa bara ekki þekkt þá,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45 Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gærkvöldi að hún hefði til rannsóknar tvö ný tilvik þar sem ráðist var á stúlkur á gangi í Garðabæ. Eru því alls fimm sambærilegar árásir til rannsóknar hjá lögreglu. Nýjustu atvikin áttu sér stað á milli klukkan fjögur og sex, síðdegis í gær og var þetta á svipuðum stað og þar sem ráðist var á stúlku á fimmtudag, en það var á göngustíg við Arnarnesmýri, meðfram Gullakri og Góðakri. Allar stúlkurnar sem veist hefur verið að eru á svipuðum aldri, eða um átta til tíu ára gamlar. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti önnur árásin í gær sér stað á leikvelli milli Holtsbúðar og Reykjanesbrautar. Árásarmaðurinn hafi verið á unglingsaldri, klæddur grárri hettupeysu, svörtum gallabuxum og svörtum strigaskóm. Stúlkan hafi verið að leik með vinkonu sinni þegar maðurinn greip hana og dró á bak við hól á leikvellinum. Þegar stúlkan öskraði sleppti hann takinu.Málið er í forgangi hjá lögreglu.Vísir/VilhelmKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir gengið út frá því að sami maður sé að verki. „Við nálgumst málið út frá því að þessi tilvik séu öll tengd. Við höfum samt ekki útilokað að það geti verið um fleiri en einn að ræða en við höfum þó hallast að því að þetta sé með þessum hætti,“ segir Karl Steinar. Hann segir rannsóknina þokast áfram en enginn hefur þó verið kallaður í skýrslutöku. „Við erum að vinna úr ábendingum og upplýsingum sem eru núna fyrirliggjandi. Við erum alla vega að setja allt það sem við eigum í þetta í augnablikinu. Þetta er í algjörum forgangi hjá okkur.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið mikinn ugg meðal íbúa í hverfinu og óttast sum börn að vera ein á ferli. Telja íbúar sem fréttastofa ræddi við að meira mætti leggja í eftirlit á svæðinu. Karl Steinar segir eftirlitið hafa verið aukið til muna. „Það er aukinn þungi og hann er að aukast með hverjum deginum. Við erum ekkert að gefa eftir í því.“En íbúar hafa gert athugasemdir við að þarna séu einungis lögreglumenn á bílum. Hins vegar þurfi að fara fótgangangi að þessu svæði? „Þarna hafa verið fullt af fótgangandi lögreglumönnum. Þeir hafa bara ekki þekkt þá,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45 Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45
Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56